Dolomite

Dólómít töflur innihalda kalk og magnesíum í æskilegu hlutfalli fyrir okkur, þ.e.a.s. tvöfalt meira magn af kalki en magnesíum. Þessi steinefni eru mikilvæg fyrir alla líkamsstarfsemi. Þau eru nauðsynleg fyrir myndun beina, heilbrigðan vöxt, starfsemi vöðva, þar með talið hjartans, einnig fyrir blóðið. Sérstaklega mikilvægt fyrir þungaðar konur og konur sem eru með börn á brjósti. Dólómit er notað til að byggja upp beinin og fyrirbyggja beinþynningu, þar sem bæði kalk og magnesíum eru nauðsynleg fyrir heilbrigð bein.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.