Colon Cleanser

Colon Cleanser samanstendur af Psyllium trefjum og heilnæmum meltingarfæragerlum, þ.á m. Acidophilus gerlum.

 

Með nútíma vinnsluaðferðum í matvælaframleiðslu er megnið af trefjum fæðunnar fjarlægt og við sitjum uppi með trefjasnauða fæðu, svo sem hvít grjón og hvítt hveiti og þar af leiðandi hvítt og trefjasnautt brauð og pasta, til að nefna nokkrar algengar vörutegundir. Þegar trefjarnar skortir vantar burðarefnin sem koma fæðunni í gegnum meltingarveginn, fer hún þá hægar en eðlilegt er og og getur það m.a. valdið hægðatregðu. Þá er komið í óefni. Hægðartregða getur valdið margs konar kvillum svo sem ristilpokum og á jafnvel sinn þátt í þróun sjúkdóms eins og ristilkrabba.

Uppistaðan í Colon Cleanser eru psyllium trefjar. Þær hafa m.a. þann eiginleika að drekka í sig meiri vökva en flestar aðrar trefjar og margfaldast að ummáli. Því er nauðsynlegt að drekka a.m.k. 1-2 glös af vatni eða öðrum vökva þegar Colon Cleanser er tekið inn. Annar kostur psyllíum trefja er að þær innihalda 10-30% jurtaslím. Hægðalosandi eiginleikar þeirra helgast einmitt af því að þær breytast í slímkenndan massa sem heldur hægðunum mjúkum og hraðar þeim gegnum meltingarfærin.

 

Hægðarlosandi eiginleikar psyllium trefja hafa verið staðfestir með rannsóknum.1 Nokkrar tvíblindar rannsóknir sýna jafnframt að trefjarnar lækka LDL-kólesteról (slæma kólesterólið), en virðist reyndar engin áhrif hafa á góða kólesterólið.2 Auk þess benda rannsóknir til að þær bæti glúkósaþol hjá sumum sykursjúkum, trúlega vegna uppleysanlegu trefjanna.3 Í samanburðarrannsókn kom fram að fólk með blæðandi ristilbólgu fékk jafn mikinn bata við að taka inn 20 g af möluðum psyllium fræjum tvisvar á dag og með því að taka inn lyfið mesalamine.4

Colon Cleanser inniheldur sérstaka mjólkursýrugerla, L. Acidophilus og Bifidum bakteríum, örverur sem þrífast í súru umhverfi og eru mikilvægur hluti gerlagróðurs sem nauðsynlegur er heilbrigðri meltingu. Þeir viðhalda eðlilegri og heilbrigðri starfsemi meltingarfæranna, ekki aðeins með því að byggja upp nauðsynlegan gerlagróður í meltingarfærunum, heldur líka með því að vinna á óæskilegum gerlum. Margt getur sett meltingarfærin úr jafnvægi, t. d. lélegt mataræði, mikið sælgætisát, neysla lyfja, einkum fúkkalyfja, en neysla þeirra, t. d. pensilíns, eyðileggur ævinlega gerlagróður meltingarfæranna.

 

Heimildir:

  1. Voderholzer WA, Schatke W, Mühldorfer BE, et al. Clinical response to dietary fiber treatment of chronic constipation. Am J Gastroenterol 1997;92:958.
  2. Oson BH, Anderson SM, Becker MP, et al. Psyllium-enriched cereals lower blood total cholesterol and LDL cholesterol, but not HDL cholesterol, in hypercholesterolemic adults: Results of a meta-analysis. J Nutr 1997;127:197380.
  3. Anderson JW, Allgood LD, Turner J, et al. Effects of psyllium on glucose and serum lipid response in men with type 2 diabetes and hypercholesterolemia. Am J Clin Nutr 1999;70:46673.
  4. Fernandez-Banares F, Hinojosa J, Sanchez-Lombrana JL, et al. Randomized clinical trial of Plantago ovata seeds (dietary fiber) as compared with mesalamine in maintaining remission in ulcerative colitis. Am J Gastroenterol 1999;94:42733.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.