Hárkúr

L-Systín og DL-Metíónín eru amínósýrur sem innihalda brennistein, en hann er einkar mikilvægur fyrir hárið. Lesitín, inósítól og kólín eru nauðsynleg efni fyrir heilbrigðan hárvöxt. Skortur getur leitt til hárloss. B-vítamínin, PABA, bíótín og fólínsýra eru hárinu nauðsynleg. Ýmislegt eyðir þessum vítamínum úr líkamanum eða kemur í veg fyrir fulla virkni þeirra. Má þar nefna reykingar, feitan mat, áfengi, sum lyf og streitu og ofneyslu á hvítum sykri, svo að nokkuð sé upp talið. Þörf er á járni til myndunar blóðrauða sem flytur súrefni til allra fruma líkamans, því er það nauðsynlegt fyrir heilbrigðan hárvöxt. Kelp er þari sem inniheldur steinefni og hefur lengi verið notaður fyrir hárið. Auk þess eru sink og önnur steinefni í Hárkúr hylkjunum, en skortur getur valdið því að hárið verði slitið og líflaust eða öðrum truflunum á eðlilegum hárvexti.

Hvert hylki af Hárkúr inniheldur:

Vít. B-3 níasínamíð 10 mg
Vít. B-5 pantótensýra 25 mg
Vít. B12 síanókóbalamín 1,5 µg
Bíotín 100 µg
Fólínsýra 7 µg
Járn ferrus sukksínat 5 mg
Sink sink glúkonat 1 mg
Mangan 300 µg
Kopar 250 µg
Magnesíum magn. oxíð 1,5 µg
Kalíum 500 µg
L-Systín HCL 33 mg
DL-Metíónín 30 mg
Lesitín 6 mg
Kólín bítartrat 63 mg
PABA 7 mg
Inósítól 38 mg
Kelp þari 15 mg
Selen 1 µg

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.