Royal Jelly / Drottningarhunang

Þó að Royal Jelly hafi á íslensku verið nefnt drottningarhunang, er það alls ekki hunang heldur beiskur hvítur safi sem býflugurnar framleiða fyrir býdrottninguna með þar til gerðum kirtlum. Í hverju býflugnabúi er ein drottning. Þegar búið vantar nýja drottningu, er tekin lirfa (sem annars hefði bara orðið venjuleg býfluga og lifað í um 4 vikur) og fædd eingöngu á þessum drottningarsafa. Við það breytist hún í drottningu sem lifir í allt að 4 ár og sér ein um viðhald stofnsins með því að verpa um 2000 eggjum (nálægt hennar eigin þyngd) daglega yfir sumarmánuðina. Drottningarhunangið er hennar eina fæða til viðhalds krafti og frjósemi á hlutfallslega langri ævi.

Drottningarhunang inniheldur fjölbreytt vítamín og steinefni, amínósýrur auk efna sem ekki eru fyllilega þekkt ennþá. Samsetning næringarefna er einstök að því leiti hve fljótt og auðveldlega líkaminn getur tekið þau upp.

Vegna þess hve sérstök fæða drottningarhunangið er, hefur mörgu verið haldið fram um lækningarmátt, en rannsóknir víða um heim hafa staðfest margvíslegt ágæti þess. Hafa ber í huga að rannsóknir eru ávallt framkvæmdar með fersku drottningarhunangi, næringargildið rýrnar verulega við frostþurrkun.

Drottningarhunang er einkum ráðlagt til að styrkja endurnýjun frumanna, efla ónæmiskerfið, við þreytu og sleni, ótímabærri öldrun, kynlífsdeyfð, einnig óþægindum samfara breytingarskeiði kvenna.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.