Kreatín

Kreatín er náttúrulegt efni sem gegnir mikilvægu hlutverki í vöðvauppbyggingu og orkumyndun líkamans. Megnið af kreatíni líkamans er í vöðvafrumunum. Það eflir efnaskipti prótína og eykur því orku við líkamlegt erfiði. Styrkur vöðva eykst samfara auknu úthaldi auk þess sem vöðvarnir eru fljótari að jafna sig, bæði eftir snarpa áreynslu og langtíma erfiði. Fjöldi rannsókna bendir til að kreatín geti aukið árangur í íþróttum, einkum við stutta en snörp átök.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.