Glúkósamín

Glúkósamín er efni sem byggir upp brjósk og gagnast því við slitgigt og brjóskeyðingu. Sýnt hefur verið fram á að þó líkaminn geti framleitt glúkósamín úr blóðsykri dugar það ekki til. Með inntöku glúkósamíns má örva myndun brjósks á tvennan hátt. Í fyrsta lagi veldur aukið framboð glúkósamíns aukinni framleiðslu, því hraðastýringin fer eftir framboði glúkósamíns. Í öðru lagi verður aukin upptaka á öðrum efnum sem þarf til framleiðslunnar.

Ekki þýðir að gefa aukið magn galaktósamíns eða NAG ef ekki fylgir aukið magn glúkósamíns þar sem það stýrir öllu ferlinu. Tilraunir á brjóskskemmdum bæði í frumurækt og dýrum og rannsóknir á slitgigtarsjúklingum hafa sýnt að efnið er mjög ganglegt við verkjum og stirðleika í liðum slitgigtarsjúklinga og þolist almennt ólíkt betur en bólgueyðandi gigtarlyf. Það er talið jafnöflugt í að minnka slitgigtareinkenni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að glúkósamín hindrar niðurbrot brjósks og örvar nýmyndun þess ásamt því að minnka verki og auka hreyfanleika liða.

Glúkósamín er í hópi efna sem líkaminn framleiðir sjálfur og nýtir sér til gagns en lýtur samt þeim lögmálum að inntaka þess í formi fæðubótar eykur framboð þess í líkamanum með jákvæðum árangri. Aukið magn af glúkósamíni eykur viðgerðarhæfni líkamans umfram það sem annars væri mögulegt. Þar sem efnið er ekki lyf í þeim skilningi, er það oft lengur að verka en lyf en hefur sömu lokaáhrif án þeirra aukaverkana sem lyfin hafa. Notkun NSAID lyfja í lengri tíma virðist draga úr getur líkamans til að endurnýja þá vefi sem glúkósamín örvar nýmyndun á.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.