Þrúgukjarnaþykkni / Grape Seed

Þrúgukjarnaþykkni er auðugt bíóflavóníðum sem eru einstaklega gagnlegir heilsu manna og heita próantósýaníðar. Þeir eru afar sérhæfður hópur bíóflavónóíða, sem hefur verið rannsakaður ítarlega síðan á sjöunda áratugnum, einkum með tilliti til hæfni þeirra til að styrkja æðaveggi og verja frumur líkamans gegn sindurefnum. Próantósýaníðar eru einhver öflugasta vörn gegn sindurefnum sem til er, með andoxandi eiginleika sem eru margfalt sterkari en í öðrum þekktum andoxunarefnum eins og E-vítamíni og C-vítamíni og er því eðlilegt að álíta að þeir geti að sama skapi veitt margfalt meiri vörn en fyrrnefnd efni. Þó að bíóflavónóíðar séu algengir í náttúrunni, er hina öflugu próantósýaníða óvíða að finna í jafn miklu magni og í þrúgukjörnum og berki ákveðinnar furutegundar (Maritime (Landes) pine).

 

Próantósýaníðar eru fyrst og fremst notaðir við sjúkdómum sem tengjast æðum, svo sem lélegum æðaveggjum, æðahnútum og æðasliti. Góð virkni þeirra við þessum sjúkdómum hefur verið staðfest með vönduðum vísindarannsóknum.1 Talið er að notkun þeirra muni einkum beinast að forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum, þar með talið heilablóðfalli. Í dýratilraunum hafa þeir fyrirbyggt skemmdir á slagæðaveggjum, lækkað kólesteról og minnkað magn þess kólesteróls sem sest hafði innan á æðaveggi.2, 3 Aðrir þættir sem gera próantósýaníða að gagnlegri forvörn gegn æðakölkun, eru m. a. þeir, að hamla gegn samþjöppun blóðflaga og óeðlilegum æðasamdrætti.4, 5

Við Tufts háskóla í Bandaríkjunum var haldin ráðstefna um andoxunarefni í fæðu (Dietary Antioxidant and Human Health). Á þessari ráðstefnu kynnti Alex Senanian læknir við háskóla Suður-Kalíforníu niðurstöður rannsókna sem sýndu marktæka lækkun LDL-kólesteróls í kanínum sem fengu þrúgkjarnaþykkni. Martin Kendall læknir við háskólann í Birmingham í Englandi greindi frá niðurstöðum sinna rannsókna sem sýndu að pólýfenól úr þrúgukjarnaþykkni getur lækkað LDL-kólesteról í heilbrigðu fólki.

 

Furubarkarþykkni inniheldur sömu virku efni og þrúgukjarnaþykknið. Það hefur hlotið meiri vinsældir sér í lagi í USA, vegna góðrar markaðssetningar þótt það innihaldi minna af bíóflavoníðum en þrúgukjarnaþykknið. Bíóflavoníðin næra blóðfrumur, blóðvökva og húðina. Gagnast fólki með ofnæmi, styrkir æðaveggi, vinnur gegn bjúg, marblettum og æðahnútum.

  1. B. Schwitters and J. Masquelier, OPC in Practice: Bioflavonols and Their Application (Rome: Alfa Omega, 1993).
  2. M.G. Hertog et al., Dietary Antioxidant Flavonoids and Risk of Coronary Heart Disease: The Zutphen Elderly Study, Lancet 342 (1993) 1007-11.
  3. R.M. Facino et al., Free Radicals Scavenging Action and Anti-Enzyme Activities of Procyanidines from Vitis vinifera: A Mechanism for their Capillary Protective Action, Arzneim Forsch44 (1994): 592-601.
  4. W.C. Chang and F.L. Hsu, Inhibition of Platelet Aggregation and Arachidonate Metabolism in Platelets by Procyanidins,Prostagland Leukotri Essential Fatty Acids 38 (1989): 181-8.
  5. M.T. Meunier et al., Inhibition of Angiotensin In Converting Enzyme by Flavanolic Compounds: In Vitro and in Vivo Studies,Planta Medica 54 (1987): 12-5.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.