Mjólkurþistill

Mjólkurþistill, Silybum marianum, er mjög áhugaverð jurt en fræ þessarar jurtar gefa frá sér jurtakraft, silymarin, sem jafnvel er talinn getað örvað efnaskipti lifrarfrumna og verndað þær fyrir eituráverkum. Til dæmis ætti hver sá sem notar mikið af áfengi að taka maríuþistil reglulega.

Þessi jurt á langa hefð sem lækningajurt. Það var samt ekki fyrr en á 8. áratugnum sem þýskir vísindamenn fóru að rannsaka jurtina að gagni, sérstaklega með tilliti til hefðbundinnar notkunar hennar gegn gulu. Í dag er hún mikið notuð gegn lifrarbólgu sem tengist áfengisneyslu sem og lifrarbólgu af völdum veira, skorpulifur og eitrunum í lifur. Jafnframt er hún notuð til að vernda lifrina þegar lyf eru notuð sem skaða hana. Mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi úr heimi hefðbundinna lyfja.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.