PABA

PABA er stytting á nafninu para-aminó-bensósýra. PABA myndar einn af grunnefnisþáttum fólínsýru og er þáttakandi í nýtingu á pantótensýru. Það verkar sem hjálparhvati við efnaskipti prótína sem og annarra efnaskipta og framleiðslu blóðkorna.

Meðal fæðutegunda sem eru auðugar af PABA eru ölger, lifur, nýru, mjólk, egg, jógúrt, hrísgrjón og síróp svo eitthvað sé nefnt.

Dagsþörf PABA hefur ekki verið ákveðin. Það er vatnsleysanlegt og er yfirleitt í B-vítamín töflum og fjölvítamín töflum.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.