Kamilla / e: Chamomile

Kamilla getur reynst góð við hvers kyns meltingartruflunum, ekki síst bólgum í meltingarfærum. Hún getur virkað græðandi á alla slímhúð og er einnig afar góð gegn spennu sem safnast hefur fyrir í meltingarfærum. Þessi jurt er mjög mild og má því gefa bæði börnum og eldra fólki. Kamilla getur virkað mjög vel á börn sem hafa órólegan maga og geta þar af leiðandi ekki sofnað. Hún er líka krampastillandi. Nota má kamillu við frjóofnæmi og astma. Í jurtinni er efnið proazulene, sem er talið virka gegn ofnæmi. Útvortis er hún góð á kláða og exem.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.