Hörfræolía / e: Flaxseed oil

Línolía er unnin úr hörfræjum eða línfræjum. Hún er ein af fáum olíum úr jartaríkinu sem inniheldur mikið magn af omega-3 fitusýrum og er því oft ráðlögð sem bragðbetri kostur í stað lýsis. Nauðsynlegt er hins vegar að átta sig á að omega-3 fitusýrurnar í línolíu eru aðrar en þær sem við fáum úr lýsi. Línolía inniheldur alpha-línólen-sýru (ALA) en lýsi aftur á móti inniheldur eikósapentaenóiksýru (EPA) and dókósahexaenóiksýru (DHA) og getur því gagnsemi línolíu verið önnur en lýsis. Línolía inniheldur auk omega-3 einnig heilnæmar omega-6 fitusýrur.

Hlutverk þessara fitusýra er margþætt. Þær eru nauðsynlegar til að halda kólesteróli í jafnvægi, til myndunar hórmóna, fyrir ónæmiskerfið og vinna gegn bólgum. Þær stuðla að langtímaþreki og betra úthaldi þar sem þær styðja við fyrir súrefnisnýtingu líkamans. Þær örva efnaskipti, meltingu og starfsemi heila. Í raun eru þetta megrandi fitusýrur þar sem þær örva fitubrennslu en draga úr vökvasöfnun og sætindafíkn. Fyrir húðina eru þessar fjölómettuðu fitusýrur eins konar innri snyrtivörur.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.