Að taka pásu frá kefirgerð

Ef þú vilt taka þér pásu frá kefir gerð

Það getur verið svolítið eins og að eiga gæludýr að eiga kefir. Honum þarf stöðugt að sinna! Það er þó vel hægt að hvíla hann í lengri eða skemmri tíma og hér eru leiðbeiningar til þess.

Hafa skal í huga að ákveðin áhætta er tekin með því að hvíla kefirinn. Það getur tekið tíma að vekja hann aftur og alltaf er smá hætta á að það takist ekki.

Í flestum tilfellum fer þó allt vel 🙂

Styttri pásur – 0-3 vikur – í kæli

  • Settu kefirkornin í hreina krukku með líter af fullfeitri mjólk (nýmjólk)
  • Lokaðu krukkunni með þéttu loki og geymdu í kæli í allt að 3 vikur
  • Þegar þú vilt byrja aftur tekurðu einfaldlega kefirkornin úr kælinum, síar þau frá mjólkinni og gerjar aftur við stofuhita í sólarhring
  • Það getur tekið nokkra daga að hressa kefirinn við að fullu

Lengri pásur – 0-6 mánuðir – þurrkaðir

  • Skolaðu kefirgrjónin vel í hreinu vatni
  • Leggðu þau á hreinan bökunarpappír og þurrkaðu við stofuhita í 3-5 daga
  • Má líka nota þurrkofn en hitinn má ekki fara yfir 30°C
  • Setjið grjónin í loftþéttan poka með smá mjólkurdufti
  • Geymist í kæli í allt að 6 mánuði
  • Notið sömu aðferð og upphaflega til að vekja kefirinn aftur