Vegan súkkulaðimús með aquafaba

Mig langar að vita hvaða snillingi datt í hug að það væri hægt að þeyta kjúklingabaunasafa eins og eggjahvítur í marengs! Kannski var það fyrir tilviljun, framfarir í matargerð gerast oft fyrir mistök, eitthvað fer úrskeiðis og til verður ný aðferð!

Þessi súkkulaðimús er einmitt úr kjúklingabaunasafa eða aquafaba eins og hann er kallaður núna. Vegan og fluffy eins og súkkulaðimús á að vera!

Innihald:

 • 150 ml aquafaba af lífrænum Biona kjúklingabaunum
 • 25 gr Biona kókossykur
 • 1/2 tsk sítrónusafi
 • 90 gr 70% Vivani súkkulaði
 • Til skreytinga ef vill: rifið súkkulaði og kókosflögur

Aðferð:

 1. Settu aquafaba , sykur og sítrónusafa í hrærivél. Hrærðu fyrst á hægum hraða í 2 mínútur. Hrærðu í aðrar 2 mínútur á meðalhraða. Stilltu svo á mesta hraða þangað til blandan er létt og stífþeytt.
 2. Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði og láttu það kólna aðeins
 3. Blandaðu súkkulaðinu varlega saman við aquafaba blönduna með sleikju
 4. Skiptu blöndunni í glös eða skálar til að bera fram í
 5. Kældu í ísskáp í a.m.k. 2 klst – best yfir nótt
 6. Skreyttu með rifnu súkkulaði og kókosflögum
 7. Gott að bera fram með jarðarberjum eða öðrum ávöxtum