Súkkulaði og kjúklingabaunaterta með kókosrjóma

Kjúklingabaunir í köku! Já, afhverju ekki? Kjúklingabaunirnar eru nefnilega svo magnaðar, geta virkað bæði í sætar og saltar uppskriftir og gefa fína áferð í kökur. Snilld að nota próteinríkar baunir í kökur sem eru venjulega algjörar kolvetnabombur.

Innihald:

  • 200gr 70% VIVANI súkkulaði – brotið í bita
  • 150gr flórsykur – sigtaður
  • 150gr smjör eða kókosolía
  • 400gr dós af Biona kjúklingabaunum – sigtaðar og skolaðar
  • 3 egg – hvítur og rauður aðskildar
  • Smá kakóduft til að skreyta

Í kókosrjómann:

  • Biona kókosmjólk í dós – setjið í kæli yfir nótt

Aðferð:

  1. Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði og leyfðu því svo að kólna í 20 mín
  2. Hitaðu ofninn að 190°C
  3. Smyrðu 23cm hringlaga form með kókosolíu og klæddu það svo með bökunarpappír
  4. Settu flórsykur, kókosolíu og kjúklingabaunir í matvinnsluvél og blandaðu þangað til silkimjúkt. Þú gætir þurft að skafa niður með hliðunum nokkrum sinnum.
  5. Bættu eggjarauðunum saman við og blandaðu vel
  6. Bættu nú bráðna súkkulaðinu með því að hella því saman við á meðan vélin gengur
  7. Stífþeyttu eggjahvíturnar og blandaðu þeim varlega saman við deigið með sleikju
  8. Helltu deiginu í formið og bakaðu í miðjum ofni í 35 mínútur eða þangað til kakan hefur lyft sér og byrjar að losna frá köntunum.
  9. Taktu kökuna út og leyfðu henni að kólna í forminu – sigtaðu svo smá kakóduft yfir hana
  10. Opnaðu kókosmjólkurdósina og taktu bara þykka hlutann frá
  11. Þeyttu kókosrjómann í hrærivél og berðu fram með kökunni