Ristað granóla með vanillu og trönuberjum

Þessi girnilega granóla uppskrift er úr smiðju Önnu Guðnýjar hjá Heilsa og vellíðan.

Enginn sykur, ekkert flókið! Bara stútfullt af bragði OG næringu.

 

Innihald

 • 200 gr tröllahafrar
 • 50 gr kókosflögur
 • 50 gr graskersfræ
 • 50 gr trönuber
 • 50 ml kókosolía, bráðin
 • 1/4 tsk vanilluduft
 • 1/6 tsk gróft salt

Aðferð

 1. Hitið ofninn að 150°C með blæstri
 2. Blandaðu öllum þurrefnum nema trönuberjum saman í skál
 3. Blandaðu næst kókosolíu vandlega saman við blönduna
 4. Dreifðu blöndunni vel yfir bökunarplötu í sem þynnstu lagi, gott að setja bökunarpappír undir
 5. Bakaðu nú í 10-15 mínútur eða þangað til granólað er gullinbrúnt og ilmandi, fylgist vel með svo það brenni ekki
 6. Taktu úr ofninum og leyfið granólanu að kólna alveg
 7. Blandaðu þá trönuberjum saman við og geymdu í krukku eða loftþéttu boxi
 8. Má geyma við stofuhita

Ef þú vilt hafa granólað sætara má bæta 2-3 msk af hlynsírópi við á sama tíma og þú hrærir kókosolíuna saman við.

Þessi uppskrift og myndirnar sem henni fylgja eru eftir og eru eign Önnu Guðnýjar Torfadóttur sem heldur úti heilsublogginu Heilsa og vellíðan. Við þökkum henni kærlega fyrir að deila með okkur.