Múslí orkustykki

Innihald:

 • 30 gr hafraflögur
 • 30 gr graskersfræ
 • 30 gr hampfræ
 • 20 gr kakósmjör
 • 4 msk síróp (döðlu, kókos eða agave)
 • Innihald úr 2 YOGI Women´s energy tepokum
 • 10 dropar vanillu extrakt

Aðferð:

 • Bræðið kakósmjör í potti við vægan hita
 • Bætið við sírópi, vanillu extrakt og innihaldi tepokanna og hrærið vel saman
 • Bætið við hafraflögum, graskersfræjum og hampfræjum og blandið vel saman
 • Setjið í frystinn í 15 mínútur
 • Mótið svo 4 orkustykki úr blöndunni og frystið aftur í 15 mínútur
 • Pakkið hverju stykki inn í bökunarpappír svo þau festist ekki saman
 • Geymið í kæli eða frysti
 • Líka hægt að gera kúlur