Blóðþrýstingur er skráður með 2 gildum

Blóðþrýstingurinn er skráður með tveimur gildum. Ef blóðþrýstingurinn er 120 yfir 80 er hann táknaður með 120/80. Fyrri talan er slagbilsþrýstingur – efri mörk- (systóla). Það er þrýstingurinn sem er í slagæðunum þegar hjartað dælir blóðinu út. Seinni talan er lagbilsþrýstingur -neðri mörk- (diastola). Það er þrýstingurinn í slagæðunum þegar hjartað slakar á milli tveggja slaga og fyllist blóði. Ef blóðþrýstingurinn mælist hærri en 140/90 í hvíld er rætt um háþrýsting.