Við eigum bara einn líkama, förum vel með hann!

Mér finnst fátt eins sorglegt og þegar fólk á besta aldri, eftirlaunaaldrinum, hefur ekki heilsu til þess að njóta gullnu áranna eins og þau eiga að heita. Heilsan er í raun það mikilvægasta sem við eigum, ef hún hrynur fer ansi margt með henni.

Líkaminn er stórfengleg vél sem gerir sálinni kleift að takast á við tiltekin verkefni sem hluta af enn stærri veruleika með upplifun og framþróun. En umrædd vél þarf sína næringu og aðhlynningu. Hvernig getum við ætlast til að líkaminn dafni og endist ef við nærum hann ekki eins og best verður á kosið. Gefum okkur að við byggjum hús úr lélegum efnivið. Það mun ekki endast lengi. Það sama gildir um líkamann, ef við borðum rusl, verðum við að rusli.

Það skiptir höfuð máli að hlusta á líkamann. Öll einkenni eru kall líkamans eftir hjálp, að eitthvað sé að. Ef við förum ekki eftir því og jafnvel deyfum einkennin, t.d með verkjalyfjum, deyfum það eina sem segir okkur að eitthvað sé að getur það valdið varanlegri löskun.

Fyrir utan mikilvægi góðrar næringar er hreyfing einnig afar mikilvæg til þess að byggja líkamann upp og auka vellíðan á líkama og sál. Öll hreyfing er af hinu góða, hún þarf ekki að vera bundin við líkamsræktarstöðvar sem þó er alger snilld en göngutúrar 2x í viku á móti 2 sundsprettum og teygjum í heita pottinum er eitthvað sem gerir öllum gott.

Förum vel með okkur, líkamanum er ætlað að endast mun lengur en almennt gengur og gerist. Höfum hugfast hvað nærir hann og hvað ekki. Við vitum öll hvaða fæða nærir okkur og gefur jákvæða orku og einnig hvað gerir það svo sannarlega ekki. T.d óhófleg sykurneysla, unnin matvæli, ýmiss skyndibiti og síðast en ekki síst áfengisneysla.

Verum meðvituð, hlustum á líkamann og stefnum á að endast byggja upp líkama sem getur enst okkur vel ævina á enda. Við eigum bara einn líkama og hann er svo sannarlega dýrmætur.

Víðir Þór

Íþrótta og heilsufræðingur