Tyggðu matinn og sofðu vel!

Guðríður Torfadóttir (Gurrý), hefur 20 ára reynslu í heilsuræktarbransanum. Gurrý hefur um árabil sinnt einkaþjálfun, vinsælum námskeiðum og hóptímum. Undanfarin ár hefur hún bætt við sig mikilli þekkingu í yogafræðum. Gurrý rekur líkamsræktarstöðina Yama (yama.is).

Andleg og líkamleg heilsa haldast í hendur, en hvað er til ráða þegar streitan tekur völdin?

Ástand andlegrar heilsu hefur sjaldan verið veitt eins mikil athygli og í dag, enda mikil vitundarvakning í kjölfar herferða eins og hjá Virk og VR.  Við erum orðin meðvitaðri um alvarleika þess að vera haldin mikilli streitu og því að geta jafnvel endað í kulnun, en allar rannsóknir á þessu sviði sýna fjölgun greininga á aukinni streitu og kulnun.

Til eru aðferðir sem geta bæði minnkað streitu og verið fyrirbyggjandi. Þær aðferðir eru oft notaðar sem meðferðartæki þegar að um kulnun er að ræða; að passa uppá að fá góðan og nægilega langan svefn, ástunda köld böð, gera öndunaræfingar, hreyfa sig, gefa sjálfum sér tíma, skipuleggja sig, stunda jóga, lesa bók o.s.frv. Vandamálið er að þessar aðferðir vaxa okkur í augum vegna orkuleysis eða tímaskorts. Okkur finnst við ekki hafa orku eða tíma til að gera það sem til þarf.
Bara það að lesa þessa upptalningu getur verið streituvaldandi en flestir eru nú þegar með daginn sinn fullbókaðan, og vita í rauninni ekki hvar ætti að finna tíma fyrir þetta allt saman. En taktu bara eitt fyrir í einu, lítil skref gefast best þegar við erum að temja okkur nýjar venjur. Eitt af því mikilvægasta er að fá góðan nætursvefn.
Þegar gæði svefns eru orðin léleg vegna streitu þá getur maður kannski ekki bara hugsað ‚já einmitt, ég þarf að sofa betur‘ og ákveðið að það gerist strax.  Stundum er það þannig að við sofum illa vegna utanaðkomandi aðstæðna. En þrátt fyrir að við getum ekki alltaf snúið baki við því sem veldur okkur streitu þá getum við svo sannarlega gert ýmislegt til að hjálpa okkur í gegnum erfið tímabil.

Það sem hjálpar mér, og virkar best fyrir mig, er að passa uppá  jógaástundunina, borða hollt, fá frískt loft og taka bætiefnin mín. Gott bað gerir líka kraftaverk. Ég fer oft í bað strax eftir vinnu til að skola af mér daginn og það er alveg magnað hvað það gerir mikið gagn.

„Guli miðinn stendur fyrir bætiefni sem eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Það besta við bætiefni Gula miðans er góð gæði og gott verð, og það finnst mér mikilvægast.“

Vörurnar frá Gula miðanum eru gagnlegar fyrir:

Magnesium Citrate

SVEFNINN:
Magnesíum
er frábært fyrir svefninn, það hjálpar okkur að slaka á og skiptir sköpum fyrir vöðva- og taugaslökun. Þetta mikilvæga steinefni  hjálpar líka til við að koma í veg fyrir sinadrátt og fótapirring. Fyrir svefninn tek ég 1-2 hylki.

Það að fara í stutta, heita sturtu fyrir svefninn og beint í slökun róar  hugann og svefninn verður oft dýpri.

Sleppa skjátækjum ef mögulegt er, svona rétt fyrir svefninn.

TAUGAKERFIÐ:

Ashwagandha er uppáhalds bætiefnið mitt en ég lærði um það í jóganáminu og er gagn þess mikið. Bætiefnið á uppruna sinn úr indverskri læknisfræði, Ayurveda, og er það aðallega rót jurtarinnar sem hefur verið notuð í þúsundir ára.

Rótin hjálpar líkamanum við að takast á við áhrif streitu, þreytu og orkuleysi.  Ashwagandha er talin koma jafnvægi á líkamskerfin okkar og virkar því nærandi á taugakerfið.

Ég tek þessa rót allan ársins hring og finn mikin mun þegar ég sleppi því, eða klára glasið mitt. Gef  Ashwagandha mína bestu einkunn. 2-3 töflur á dag er flott.

B-súper vítamín

B-vítamín er eitthvað sem allar konur ættu að taka. Það hefur mikil áhrif á starfsemi taugakerfisins en það sem mér finnst mikilvægast er að það dregur úr þreytu og sleni. Núorðið tek ég alltaf B-vítamín á morgnana áður en að vinnudagurinn hefst.

Öndunaræfingar, líklega er ekkert sem róar taugakerfið meira en það að setjast niður og anda í stutta stund. Einföld öndunaræfing sem heitir fullkomin öndun er svona: draga andann inn um nefið og telja uppá fjóra, halda inni andanum og telja uppá fjóra og anda svo frá út um nefið og telja uppá átta. Endurtaktu þetta tíu sinnum og þú ert á góðri leið. Auka ávinningur er öflugri brennsla og betra úthald.

MELTINGUNA:
Tyggðu matinn vel!  Þetta er líklega það ráð sem er hvað mest vanmetið en er það skilvirkasta og jafnframt það ódýrasta . Við teljum okkur kannski tyggja matinn nógu vel þegar við borðum en oft gefum við okkur ekki nægan tíma. Athugaðu næst hvað þú tekur langan tíma í að tyggja matinn þegar þú borðar. Ef við tyggjum matinn þar til að hann verður maukkenndur eða meira fljótandi áður en við kyngjum honum þá eykst skynjun bragðlaukanna, framleiðsla meltingarensíma verður meiri, meltingin verður auðveldari (og svo miklu betri), upptaka næringarefna eykst til muna og við verðum fyrr södd og því minni hætta á að borða of mikið.

Ristill Magnesium Hýdróið

RISTILINN:
Við þekkjum það flest að þegar við erum ekki í jafnvægi þá er meltingin eitt af því fyrsta sem fer í uppnám. Ég veit ekkert verra en þegar að meltingin stíflast, ég verð einfaldlega fara á salernið og losa hægðir á hverjum degi. Þegar ég finn fyrir að hægðirnar eru að fara í einhverja óreglu þá tek ég inn bætiefnið Ristil frá Gula miðanum.
Ristill er bætiefni með ákveðinni tegund af magnesíum sem gagnast mjög vel við hægðatregðu. Ég tek 2-4 hylki á kvöldin eða eftir þörfum.

HARÐSPERRURNAR:

Ég uppgötvaði nýlega að túrmerik virkar vel gegn harðsperrum en það er þekkt fyrir að hafa bólguhamlandi virkni.

Túrmerik er geggjað bætiefni og ég tek það alltaf fyrir svefn eftir erfiðar æfingar.