Með barni

Fyrir þig og barnið þitt

Barnshafandi konum er ráðlagt að tryggja að fæða þeirra innihaldi öll nauðsynleg næringarefni, ekki síst þau sem eru sérstaklega mikilvæg heilsu barnsins, eins og kalk, járn og fólínsýru. Nýlegar vísindarannsóknir benda til að jafn nauðsynlegt sé að tryggja nóg af ákveðnum fjölómettaðum fitusýrum.

Með barni er fjölþætt bætiefni fyrir verðandi mæður og konur með barn á brjósti. Þetta bætiefni inniheldur þau vítamín og steinefni sem nauðsynleg eru bæði móður og barni. Mikilvægt er að barnshafandi konur taki fólínsýru, því skortur á fólínsýru getur leitt til þess að barnið fæðist með klofinn hrygg. Heilbrigðisyfiröld mæla með því að barnshafandi konur taki 400 µg af fólínsýru daglega alla meðgönguna. Mikilvægt er að byrja sem fyrst eftir getnað að taka hana inn. Með barni inniheldur 400 µg af fólínsýru.

Með barni inniheldur járn í formi ferrus sukksínats. Það veldur ekki sömu óþægindum í maga og járn í öðru formi, auk þess sem það nýtist betur.

Umfram önnur hliðstæð bætiefni inniheldur Með barni omega-3 fitusýrur sem eru mikilvægar bæði fyrir móður og barn. Sérstaklega mikilvæg er einnig ákveðin omega-6 fitusýra sem heitir gammalínólensýra, en hana er óvíða að finna í meira mæli en einmitt í móðurmjólkinni. Magn þessara fitusýra í móðurmjólk fer þó eftir fæði hennar sjálfrar.

Þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur og afleiður þeirra eru mikilvægir þættir í himnu allra fruma. Annað mikilvægt hlutverk þeirra er að líkaminn nýtir þær í framleiðslu efna sem nefnd eru próstaglandín. Þau eru nauðsynlegur þáttur í margháttaðri starfsemi líkamans, m.a. stuðla þau að eðlilegu blóðflæði til allra vefja. Þau taka þátt í viðhaldi heilbrigðs hörunds og æxlunarfæra, einnig eru þau mikilvæg fyrir augu, hjarta, liði og heila, enda heilinn að stórum hluta myndaður úr fitusýrum.

Í upphafi meðgöngu nota verðandi mæður þessar fitusýrur m.a. til að mynda legkökuna, fyrir þróun brjóstakirtlanna og til að safna forða fyrir síðustu 3 mánuði meðgöngunnar. Á þeim tíma stækkar heili barnsins ört, fjór- til fimmfaldast að þyngd. Því er nauðsynlegt að verðandi móðir tryggi bæði sjálfri sér og barninu nægilegt magn af þessum fitusýrum.

Brjóstamjólk er besta fæðan fyrir ungbarn. Taugakerfi barnsins heldur áfram að vaxa ört fyrstu mánuði lífsins og eru lífsnauðsynlegu fitusýrurnar mikilvægar fyrir það vaxtarferli. Andstætt kúamjólk er mikið af þeim í brjóstamjólk. Engu að síður ræðst magnið verulega af fæðu móðurinnar og er afar breytilegt frá móður til móður. Stöðug inntaka þeirra á meðan barn er á brjósti er því mikilvæg til að tryggja nægilegt magn bæði fyrir móður og barn.

 

3 töflur innihalda: % af RDS*
C-vítamín 150 mg 214
E-vítamín (d-alfa tocoferól) 100 mg 1000
B-3 vítamín (níasínamíð) 20 mg 118
Kólín (bítartras) 10 mg **
Inósítól 10 mg **
PABA 10 mg **
B-5 vítamín (kalsíum pantótenat) 7 mg **
B-6 vítamín (pýridoxín) 3 mg 214
B-1 vítamín (tíamín) 2 mg 133
B-2 vítamín (níasínamíð) 2 mg 125
A-vítamín (beta karótín) 1200 µg 150
Bíótín 600 µg **
Fólínsýra 400 µg 100
K-vítamín 100 µg **
B-12 vítamín (sýanókóbalamín) 10 µg 500
D-vítamín (kalsíferól) 10 µg 100
Kalk (kalsíum karbónat) 300 mg 25
Magnesíum (magnesíumoxíð) 150 mg 54
Járn (ferrus sukksínat) 20 mg 133
Sink (sinksúlfat) 15 mg 167
Kalíum (kalíumglúkonat) 60 mg 2
Mangan (manganglúkonat) 750 µg **
Náttljósarolía (10% gamalínólensýra) 500 mg **
Omega-3 fitusýrur (EPA 30%, DHA 20%) 500 mg **
* RDS eru ráðlagðir dagsskammtar Manneldisráðs Íslands
**Manneldisráð hefur ekki ákveðið RDS fyrir þessi efni.

Við samsetningu þessa einstaka bætiefnis var leitað ráða hjá íslensku fagfólki í heilbrigðisþjónustunni. Leitað var til kvensjúkdómalæknis, lyfjafræðings og næringarfræðings.

Nýjum einstaklingi sem þroskast í móðurkviði viljum við tryggja allt sem hann þarf til að vaxa og dafna. Verðandi móðir þarf að næra bæði sjálfa sig og barnið. Með barni inniheldur nauðsynlegu bætiefnin fyrir verðandi móður. Best er að hefja notkun fyrir getnað og nota bætiefnið þar til barnið hættir á brjósti.

Heimildir:

  • Al M, VanHouwelingen, Kester, A, Hasaart T, de Jong A, Hornstra G. Maternal essential fatty acid patterns during normal pregnancy and their relationship to the neonatal essential fatty acid status. British Journal of Nutrition, 1995: 74: 55-68.
  • Cant A, Shay J, Horrobin DF. The effect of maternal supplementation with linoleic and gamma linolenic acids on the fat composition and content of human milk: a placebo-controlled trial.  Journal of Nutrition, Science and vitaminology, 1991; 37: 573-597.
  • Farguharson J. Infant cerebral cortex phospholipid fatty-acid composition and diet. Lancet, 1992; 340 (8823): 810-813.
  • Makrides M, Neumann M, Simmer K, Pater J, Gibson R. Are long-chain polyunsaturated fatty acids essential nutrients in infancy? Lancet 1995; 345: 1463-1468.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.