Loksins á réttri leið – var með krónískan vökvaskort

Íþróttakonan Annie Mist Þórisdóttir hefur um árabil verið ein skærasta stjarna CrossFit á heimsvísu. Afrekin og titlarnir eru ótalmörg og framtíðin björt hjá þessari öflugu og heilbrigðu konu.

Annie, sem verður þrítug á árinu, er harðákveðin í því að halda áfram að setja sér stór markmið innan íþróttarinnar. „Að sjálfsögðu mun ýmislegt breytast á næstu 10 árum. Mig langar til dæmis að verða móðir og vona að það verði orðið að veruleika fyrir næsta stórafmæli.“ Árið 2013 meiddist Annie illa og breytti það sýn hennar á líf atvinnuíþróttamannsins. „Þá lærði ég að ég gæti ekki skipulagt ferilinn lengra en ár fram í tímann, en svo lengi sem mér líður vel og ég hef gaman af þessu mun ég að leyfa mér að lifa drauminn.“ Annie segir þrítugsafmælið vissulega marka ákveðin tímamót. Hún horfi til baka og velti fyrir sér fyrri ákvörðunum og þeirri stefnu sem líf hennar tók þegar hún kynntist CrossFit. „Í ár voru haldnir tíu ára endurfundir okkar skólafélaganna úr MR. Það fær mann til að hugsa hvað tímanum fleygir fram og gaman að sjá mismunandi leiðir í lífinu sem félagarnir hafa valið sér.  Besta vinkona mín er útskrifuð úr læknisnámi, en það var braut sem ég ætlaði mér að feta. Sú leið í lífinu hefði verið yndisleg, og ég væri eflaust hamingjusöm sem læknir. Þær dyr munu þó enn standa opnar þegar ég hætti að keppa. Mér finnst ég ekki of sein að gera neitt seinna meir. Ég fékk tækifæri innan CrossFit íþróttarinnar, tækifæri sem einungis örfáum býðst á lífsleiðinni, svo ég stökk á það og mun aldrei sjá eftir því.“

Samheldin fjölskylda
Annie á tvo eldri bræður sem báðir eiga börn og er fjölskylda Annie mjög samheldin. „Við elskum að leika okkur saman, förum til dæmis í hjólaferðir um Heiðmörk og njótum samvista hvort við annað.“ Kærasti Annie er danskur en kann vel við sig á Íslandi. „Það varð mjög fljótt ljóst að við myndum enda hér þar sem Ísland skiptir mig svo miklu máli. En það er stutt að fara og við erum dugleg að heimsækja hans fólk í Danmörku.“ Annie segir foreldra sína styðja gríðarlega vel við hana og hennar feril. „Þau hafa komið á hvert einasta stórmót sem ég hef keppt á, alla Evrópuleika og öll heimsmeistaramót. Það er algjörlega ómetanlegt. Fyrstu árin voru þau næstum eins og þjálfararnir mínir. Þau gættu þess að ég borðaði vel, færi að sofa á skynsamlegum tíma og létu renna í klakaböð. Ég er svo stolt af þeim, því þau eru bæði á fullu í Crossfit og hugsa vel um heilsuna. Það er svo gaman að fylgjast með þeim njóta lífsins og leika sér.“

Mikilvægt að hvílast vel

Dagar atvinnuíþróttamannsins einkennast af löngum og ströngum æfingum en einnig góðri hvíld og næringu inn á milli. „Ég æfi í 5-6 tíma á dag, fyrst á morgnanna og svo aftur seinnipartinn. Til að fara vel með líkamann á ég það til að leggja mig yfir daginn. Svefn skiptir miklu máli og ég passa mig að fá alltaf 8 tíma svefn á nóttunni. Yfirleitt hvílist ég á fimmtudögum og sunnudögum og tek þá rólega æfingu, fer til dæmis í sund eða létta fjallgöngu. Mér líður bara alltaf betur þegar ég hreyfi mig. Þegar fólk upplifir erfiða tíma, mikið stress eða áföll, er hreyfingin mjög mikilvæg. Það róar hugann og endurnærir líkamann að hreyfa sig, jafnvel bara í 20 mínútur.“

Sleppir öllu samviskubiti
Annie hugsar mikið um næringu en leyfir sér að njóta sætinda af og til. „Lífið væri ekki skemmtilegt ef ég myndi aldrei fá mér ís. Þá sjaldan að maður fær sér eitthvað óhollt er eins gott að njóta þess í botn og sleppa öllu samviskubiti. Ég vigta allan mat sem ég borða, hvort sem það er morgun- eða hádegismaturinn, fyrri og seinni kvöldmatur og snarlið fyrir svefninn.“ Matseðillinn einkennist af hreinni fæðu og ákveðnu magni af kolvetni, próteini og fitu. „Ég borða mest af kolvetnum nálægt æfingum en borða hvorki pasta né brauð. Fyrir svefninn fæ ég mér gjarnan skál af skyri, sem er próteinríkt og gott, svo lengi sem maður þolir mjólk. Það er vel hægt að velja hollari valkosti af kolvetnum og ég leyfi mér til dæmis vefjuna þegar ég fæ mér fajitas. Á laugardögum fæ ég mér alltaf ís og svo deili ég kannski pizzu með kærastanum, en þá er ég búin að borða kjúklingasalat fyrst, til að tryggja að ég fái almennilega næringu.“

Var með krónískan vökvaskort
Árið 2015 neyddist Annie til að hætta keppni á Heimsleikunum þegar hún fékk hitaslag.

Nuun viðhalda rakajafnvægi í líkamanum.

„Fæturnir hættu að virka, ég gat ekki talað til að biðja um vatn og man svo ekkert fyrr en ég ligg í rúmi með vökva í æð. Einhvernvegin tókst mér að komast á fætur og aftur út á gólfið til að keppa í næstu tveimur keppnum. Um nóttina var ég með næstum 40°c hita og eftir nokkrar keppnir daginn eftir vissi ég að ég væri úr leik þetta árið. Líkaminn sagði bara stopp.“ Eftir þetta fylgjast læknar vel með heilsu Annie og fer hún reglulega í blóðprufur þar sem allt er mælt. „Í blóðprufunum sést að ég er með krónískan vökvaskort og ég hef lagt áherslu á að finna hina fullkomnu saltblöndu fyrir mig. Síðustu tvö árin hef ég notað Nuun og enn markvissara og reglubundnara síðustu mánuði, eða 3-5 töflur á dag. Mér finnst ég yfirleitt drekka nóg, en með Nuun-töflunum helst rakinn betur í líkamanum og tekur líkaminn betur upp steinefni og önnur næringarefni.“ Annie vandar valið á samstarfsaðilum og setur nafnið sitt aðeins við hágæðavörur. „Þegar ég vel samstarfsaðila hugsa ég alltaf: myndi ég mæla með þessu fyrir mömmu og pabba? Nuun uppfyllir þær kröfur sem ég set og hefur jákvæð áhrif á mína heilsu. Þess vegna valdi ég að fara í samstarf með þeim. Í síðustu blóðprufu kom í ljós að vökvaskorturinn er minni en hann var, ekki ennþá þar sem það þarf að vera, en loksins á réttri leið.“


Vatn og meira vatn

Annie hefur gríðarmikinn áhuga á mannslíkamanum, heilsu og hreysti. „Ég hef lært heilmikið síðustu árin, í gegnum íþróttina, og er farin að þekkja eigin líkama verulega vel.

Nuun Immunity

Mjög stór hluti af vinnunni minni snýst um næringu og ég elska að fá tækifæri til að deila þeirri þekkingu með öðrum.“ Þeir sem æfa ekki jafn mikið og Annie geta einnig notið jákvæðra áhrifa Nuun-taflanna. „Ég læt mömmu nota þetta og er handviss um að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, enda úrvalið mjög fjölbreytt. Sjálf nota ég Nuun Sport og Nuun Immunity. Þeir sem borða fjölbreytta fæðu ættu að fá næg næringarefni og eiga góðan salt- og steinefnabúskap í fæðunni. Nútíminn er hinsvegar svo hraður og ekki alltaf tími til að vanda sig við matargerð. Þess vegna eru margir í vandræðum með ofþornun eða steinefnaskort. Fyrst og fremst mæli ég með því að fólk skoði vel hversu mikið vatn það drekkur yfir daginn. Síðan geturðu bætt Nuun-töflunum við og þannig færðu meira út úr vatninu sem þú drekkur.“


Heilbrigð samkeppni og virðing

Um verslunarmannahelgina keppti Annie á heimsmeistaramótinu í CrossFit í 10. skiptið. „Það er vissulega ákveðinn áfangi að ná að halda sér í toppformi og í toppbaráttunni í öll þessi ár.  Ég nýt þess að æfa og elska að keppa og er svo þakklát fyrir að hafa geta gert það í öll þessi ár enn með líkama sem er heill og í frábæru ástandi.  Það er mjög heilbrigð samkeppni innan íþróttarinnar og virðing milli keppandanna. Við vitum öll hvað þetta er gríðarleg vinna og hvað við höfum öll lagt á okkur,“ segir Annie glöð í bragði að lokum.

 

Þú finnur Nuun í flestum apótekum, Heilsuhúsinu og í bætiefnahillu Nettó, Krónunnar og Hagkaup. Nuun fæst einnig í netverslun Lyfju, Heilsuhússins og Nettó.