Liðaktín Forte

Liðaktín Forte

Liðaktín Forte frá Gula Miðanum er ný og kraftmikil blanda virkra efna sem vinna að bættri liðheilsu og hámarks árangri fyrir þig.

Blandan inniheldur glúkósamín, chondroitin, MSM, túrmerik og C-vítamín en saman eru þessi efni öflug hjálp fyrir þá sem þjást af liðverkjum og brjóskeyðingu.

Glúkósamín, chondroitin og MSM eru einstaklega gott teymi þegar kemur að verkjastillingu, viðhaldi og uppbyggingu á brjóski og vefjum.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að blanda glúkósamíns, chondroitin og MSM dregur úr óþægindum og verkjum, sérstaklega í hnjám og mjöðmum, stífum liðum, dregur úr bólgum og auki hreyfigetu einstaklinga. Eins virðist blandan mögulega draga úr frekara niðurbroti á brjóski í liðum. Einnig hafa rannsóknir gefið til kynna að túrmerik sé andoxandi og virðist geta dregið úr bólgum í líkamanum. C-vítamín er andoxunarefni, eykur bæði myndun kollagens og beinbrot virðast gróa hraðar við C – vítamín inntöku.

Ráðlögð inntaka: 3 töflur á dag, með mat. Töflustærðin er þægileg til inntöku.

Búast má við merkjanlegum árangri eftir 1-3 mánuði.

Gerðar hafa verið rannsóknir á Glúkósamíni en þær er hægt að lesa hér.

Fulla ferð áfram í leik og starfi með Gula miðanum! Guli miðinn – Fyrir okkur

Guli miðinn fæst í stórmörkuðum, apótekum og í heilsuvöruverslunum. Hann fæst einnig í netverslun Heimkaupa, Nettó, Heilsuhússins og Lyfju.