Ætihvönn

Íslenska ætihvönnin hefur merka sögu og hefð að baki. Hvönnin var einkum talin góð fyrir þá sem voru að ná sér eftir erfið veikindi, til að fá aukið þrek og kraft. Einnig var hvönnin notuð við meltingartruflunum s.s. krampa og vindgangi og gegn kvillum í lifur. Hvönnin var talin góð til að losa slím úr öndunarfærum og var hún notuð við lungnakvillum.

Fyrir allmörgum árum hófust rannsóknir á lækningajurtum við Raunvísindastofnun Háskólans. Niðurstöður rannsóknanna sýna að í hvannafræjum eru líffræðilega virk efni sem styrkja ónæmiskerfið. Sömuleiðis eru í þeim afar virk efni gegn algengum bakteríum sem valdið geta hvimleiðum kvillum. Í hvannafræjum eru líka terpen sem hefta vöxt krabbameinsfruma á þann hátt að hreinsa út sjúkar og skemmdar frumur. Einnig eru í þeim efni sem nefnast fúranokúmarín sem í tilraunaglösum ráðast á krabbameinsfrumur og hefta þannig vöxt krabbameins. Þessi efni eru einnig afar virk gegn veirum. Niðurstöður Margretar Guðnadóttur prófessors eru m.a. þær að Angelica vinnur á veirum, m.a. kvefveirum og jafnvel veirum (coxsackie) sem fá lyf vinna á.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.