Arctic root eða Burnirót fyrir minni, einbeitingu og á álagstímum

Arctic root, Burnirót eða Rhodiola rosea á sér langa sögu sem lækningajurt en hún hefur um aldir verið notuð til að auka orku og efla einbeitingu.

Hún er besti vinur margra námsmanna sem taka hana á álagstímum eins og yfir prófatörn. Jurtin getur hjálpað þér að halda einbeitingu, muna betur og mörgum finnst hún meira að segja draga úr prófkvíða.

Einnig er hún vinsæl hjá þeim sem vinna mikið eða eru af einhverjum ástæðum undir miklu andlegu álagi.

Áhrif hennar koma yfirleitt fljótt í ljós en hún virkar mjög orkugefandi án þess að vera örvandi eins og t.d. koffín.

Arctic rót er ein af þeim jurtum sem kallaðar eru adaptógenískar (adaptogenic) sem þýða má sem jafnandi eða aðlagandi í þeirri merkingu að hún er talin stuðla að jafnvægi og hjálpa líkamanum að aðlagast og takast á við streitu.

Arctic rót getur reynst öflugur styrkur á álagstímum, mild en áhrifarík.

Best er að taka 2 hylki daglega fyrri part dags.

Arctic root frá Gula miðanum fæst í Heilsuhúsinu, Lyfju, Nettó, Hagkaup, Lyf og Heilsu, Krónunni, Heilsuveri, Apótekaranum, Fjarðarkaupum, Árbæjarapóteki og Samkaup Kjörbúðinni Skagaströnd.