Solaray bætiefnalínan

Solaray bætiefni

Framleiðendur Solaray eru frumkvöðlar í blöndun jurta. Solaray vörurnar komu fyrst á markað fyrir 40 árum og hefur áherslan frá upphafi verið að framleiða bætiefni úr hágæða jurtum eftir ströngustu gæðareglum. Bætiefnin hafa frá upphafi verið framleidd og seld í sérstökum grænmetishylkjum sem bjóða upp á betri nýtingu á virkum efnum jurtanna.

Solaray bætiefnin koma í hylkjum eða perlum og eru flestar vörurnar án glútens, gers, sykurs og mjólkur.

Vörurnar eru flokkaðar eftir litakerfi sem segir þér til um virkni hvers bætiefnis:

 • Hvíta lokið
  Inniheldur öll almenn bætiefni. Vítamín, steinefni og ýmsar bætiefnablöndur.
 • Bláa lokið
  Fyrsta línan sem Solaray framleiddi. Jurtablöndur ásamt hómópatasöltum.
 • Fjólubláa lokið
  Jurta extrakt. Virku efnin úr jurtinni einangruð að ákveðnum styrkleika úr plöntuhlutanum.
 • Græna lokið
  Jurtabætiefni úr heilum jurtum. T.d. unnið úr rót, stöngli og blómum.
 • Svarta lokið
  Ayurvedískar jurtir. Úr indversku lækningahefðinni.
 • Gula lokið
  Lífrænt ræktaðar jurtir án aukaefna.

Solaray vörurnar eru allar grænprófaðar (green screened), en þær merkingar upplýsa viðskiptavini um gæðaprófanir á virkni jurtanna og því hvort vörurnar séu „cruelty free“, vegan og/eða framleiddar á umhverfisvænan máta.

Solaray fæst í heilsuverslunum og völdum apótekum og í netverslun Lyfju og Heilsuhússins; www.heilsuhusid.is.

Skoðaðu úrvalið og finndu þinn sólargeisla!