2020 er þitt ár

Guðríður Torfadóttir (Gurrý), hefur 20 ára reynslu í heilsuræktarbransanum. Gurrý hefur um árabil sinnt einkaþjálfun, vinsælum námskeiðum og hóptímum. Undanfarin ár hefur hún einnig bætt við sig mikilli þekkingu í yogafræðum.

Þið eruð mörg sem hafið nokkrum sinnum sagt við sjálf ykkur á tímamótum, eins og í byrjun nýs árs, að nú sé komið að þessu. Nýtt ár, nýtt upphaf, nýtt átak. Einhverjir hafa rokið í verkefnið en flest rekist á hindranir sem hafa skilað ykkur á sama stað. En veistu, það er næstum því eðlilegt enda er ákvörðunin um að auka hreyfingu ákvörðun um að gera töluverðar breytingar á lífsstíl en ekki innritun í átaksnámskeið.

Ég hef unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og veit alveg að þetta tekur á. Ég veit líka að þú eins og allir aðrir getur gert þetta. Á endanum er þetta bara ein af þessum ákvörðunum sem þú þarft að taka og leggja þig fram við að standa við. Ekki samt rjúka til og setja þér óraunhæf markmið og gera ósanngjarnar kröfur á sjálfan þig. Þetta er langtíma verkefni og fyrstu skrefin fram að þeim tíma sem þú sérð árangur verða alltaf þau erfiðustu en um leið mest gefandi.

Þess vegna er svo mikilvægt að fylgjast með réttum hlutum. Aftengdu hreyfinguna frá vigtinni. Ekki rýna í einhverjar tölur sem geta auðveldlega sveiflast til milli daga. Borðaðu skynsamlega, holla og hreina fæðu og láttu mataræðið sjá um vigtina. Leggðu þig frekar fram við að fylgjast með jákvæðum breytingum hreyfingar á hreysti, lífsgæði, svefn og andlega líðan.

Einn, tveir og …
Hér er hugmynd sem auðveldlega gerir árið 2020 að þínu. Hugsaðu um hreyfingu sem eina af þínum grunnþörfum. Settu hana í forgang. Horfðu á hreyfingu sem jafn mikilvægan þátt í þínu lífi og fæðu, húsnæði, vinnu og föt. Ef þú mætir í vinnu á
Þið eruð mörg sem hafið nokkrum sinnum sagt við sjálf ykkur á tímamótum, eins og í byrjun nýs árs, að nú sé komið að þessu. Nýtt ár, nýtt upphaf, nýtt átak. Einhverjir hafa rokið í verkefnið en flest rekist á hindranir sem hafa skilað ykkur á sama stað. En veistu, það er næstum því eðlilegt enda er ákvörðunin um að auka hreyfingu ákvörðun um að gera töluverðar breytingar á lífsstíl en ekki innritun í átaksnámskeið.
réttum tíma, getur vanið þig á að bursta tvisvar á dag og manst að fara í föt áður en þú ferð út úr húsi, hefur þú það sem þarf til að auka hreyfingu.

Síðan ég opnaði YAMA heilsuræktina í september hef ég horft á fólk ná framúrskarandi árangri bara með því að leggja sig fram, gera sitt besta og mæta samviskusamlega. Hugsaðu þetta til lengri tíma. Hugsaðu þér að ef þú stundar hreyfingu tvisvar í viku í heilt ár eru það 104 stórskemmtilegar æfingar sem skilja eftir sig léttari lund, aukinn líkamlegan styrk, betri svefn og aukna löngun í heilbrigðari lífsstíl. Þrjár æfingar í viku eru 156 æfingar yfir árið. Hugleiddu hvað við öðlumst mikla leikni ef við æfum okkur í einhverju klukkutíma í senn, 156 sinnum!

Líka slaka
Kerfið sem ég hannaði fyrir YAMA gengur ekki bara út á skemmtun, fjölbreytni, styrk og eldmóð heldur passa ég að enda alla tíma á góðri slökun. Við þurfum nefnilega öll að kúpla frá, slaka á og núllstilla. Það mikilvægasta sem ég segi við fólk þegar það byrjar að hreyfa sig, hvort sem það er hjá mér, í öðrum framúrskarandi stöðvum eða bara á eigin vegum, er að Líka slaka Kerfið sem ég hannaði fyrir YAMA gengur ekki bara út á skemmtun, fjölbreytni, styrk og eldmóð heldur passa ég að enda alla tíma á góðri slökun. Við þurfum nefnilega öll að kúpla frá, slaka á og núllstilla. Það mikilvægasta sem ég segi við fólk þegar það byrjar að hreyfa sig, hvort sem það er hjá mér, í öðrum framúrskarandi stöðvum eða bara á eigin vegum, er að reyna ekki að sigra heiminn og sjálfan sig á einum degi. Leggðu af stað í janúar á þægilegum hraða. Gerðu meira í takt við aukna getu og vittu til, ef þú ert með hugann við verkefnið, verður þú á nýjum spennandi stað í vor.

Ef fólk er ekki með undirliggjandi sjúkdóma eða verkjað eykur hreyfing orku en róðurinn er alltaf þyngstur þegar lagt er af stað. Þá koma sársaukafullar harðsperrur, þreyta og það er auðvitað áskorun að venjast nýrri rútínu en eftir nokkrar vikur, stundum eftir fyrstu æfingu, sér fólk ljósið. Finnur orkuna aukast og lifnar við.

Hugsa minna – gera meira
Það er jú þannig að þú ert það eina sem stendur í vegi fyrir þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað þannig að þú grípir 2020 og gerir það að þínu. Hættu að hugsa þetta, taktu skrefið og komdu þér af stað. Hér eru nokkrir punktar sem gætu gert gæfumuninn.
  • Finndu skemmtilegan þjálfara en jafnframt góðan.
  • Vertu í góðum félagskap því ekkert toppar góðan æfingahóp.
  • Veldu góða skó. Sérhannaðir fjaðrandi hlaupaskór auka líkur á misstigi.
  • Vatn fyrir og eftir æfingu ásamt næringu kemur í veg fyrir orkuleysi eða yfirliðstilfinningu.
  • Við erum voðalega upptekin af okkur sjálfum á æfingu og ekkert að pæla í því hvernig þú lítur út eða klæðir þig. Ja, nema ef þú mætir í skærbleikum silkistuttbuxum og heiðgulum bol sem lýsir upp rýmið. Jú, jú, ég man eftir að hafa horft tvisvar á einhvern sem klæddist fötum sem voru þrem númerum of lítil en það er bara til marks um háleit markmið.
  • Finndu góða tónlist í eyrun og góða áætlun til að fylgja ef þú kýst að æfa á eigin vegum.
  • Drífðu þig af stað þó þú nennir ekki. Það er ekki eftirsjá eftir því að mæta. Bara því að mæta EKKI.
Gleðilegt nýtt afreksár!

ÞRUMUGÓÐ ÞRENNA

Við aukið álag á skrokkinn er mikilvægt að huga að bætiefnum til að hjálpa til og styðja við þær breytingar sem eru að eiga sér stað. Ég er dugleg að prófa það sem höfðar til mín og reyna að gera mér grein fyrir áhrifum og virkni enda oft og iðulega spurð um álit mitt á hinu og þessu heilsutengdu, eins og til dæmis bara hvaða ég taki sjálf.

Þar ber fyrst að nefna Astaxathin sem mér finnst auka úthald og styrk en líka draga úr harðsperrum. Það er líka gott til inntöku ef þið eruð mikið í sól, sem er kannski ekki alveg vandamál í augnablikinu, en gott ef þú ert á leið á skíði eða í vetrarsólarlandaferð.

Taugakerfið gegnir mjög mikilvægu hlutverki. Er eiginlega í einfaldri mynd svona hálfgert internet sem ber skilaboð til allra kerfa líkamans, boð frá heila um allar hreyfingar og til baka um ástandið á okkur líkamlega. Streita kemur niður á taugakerfinu og veldur orkuleysi. Ég hef því vanið mig á að taka alltaf B-12 en það flýtir líka endurheimt eftir æfingar, styrkir ónæmiskerfið og hjálpar til við blóðmyndun. Sum lyf virðast valda skorti, til dæmis getnaðarvarnartöflur. Það er því talað um að B-vítamín skortur sé algengari hjá konum. Einkenni b-vítamínskorts eru meðal annars þreyta, svimi, ör hjartsláttur og fleira. Ef fólk finnur fyrir þessum einkennum mæli ég hiklaust með B-12.

Með aukinni reglulegri hreyfingu er vert að huga að liðamótum og koma í veg fyrir slit. Ýmis efni gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu og viðhaldi heilbrigðra liða. Þau eru flest að finna í Liðaktin Forte töflunum sem ég hef alltaf við höndina. Virku efnin draga úr einkennum liðvandamála, eru fín forvörn og vinna gegn öldrunaráhrifum á lið.

 

 

Guðríður Torfadóttir (Gurrý), hefur 20 ára reynslu í heilsuræktarbransanum. Gurrý hefur um árabil sinnt einkaþjálfun, vinsælum námskeiðum og hóptímum. Undanfarin ár hefur hún einnig bætt við sig mikilli þekkingu í yogafræðum.