Grænna líf

Að tileinka sér umhverfisvænt líf er ekki eins erfitt og margir halda. Það þýðir ekki endilega að við þurfum að gera svo miklar breytingar á daglegum athöfnum okkar og hætta að gera allt þetta skemmtilega sem er okkur kærast. Þetta snýst um að minka óþarfa úrgang og spara auðlindir. Að velja réttar vörur og nota þær með varúð. Mundu að þú getur haft mikil áhrif!

Hér eru nokkrir punktar til umhugsunar!

Ef allir notuðu hvern burðarpoka tvisvar eða meira verður orkan sem fer í að framleiða helmingi minni sem annað hvort sparast eða má nýta á annan hátt. Sniðugt er að nota fjölnotapoka eins og Baggu.

Flestir endurvinna aðeins um 11% af heimilisúrgangi en með smá breytingum og útsjónasemi má auðveldlega koma því hlutfalli uppí 80%

Mikilvægt er að nota lok á potta og pönnur. Það sparar orkutap og leiðir þar með til minni orkunotkunnar.

Til þess að lágmarka orkunotkun við eldamennsku, ætti potturinn eða pannan að vera sömu stærðar og hellan eða brennarinn sem þú notar til að hita hann með.

Þegar þú þværð diska í höndunum er mikilvægt að hafa skrúað fyrir vatnið mili þess sem þú skolar.

Þegar verið er að þrífa mjög skítugar pönnur eða potta er gott ráð að skrúbba létt yfir með Ecover Cream Cleaner og láta standa þannig yfir nótt og skola svo af honum næsta morgun.

Þvoið alltaf á lægsta ráðlagða hitastigi! Að þvo á 40°C í stað 60°C  gerir það að verkum að þú notar þriðjungi minni orku.

Gott er að skipta uppþvottatöflum í tvennt, til að spara pening og minnka mengun.