Fáðu ekki í magann um jólin!

Nú nálgast át-hátíðin mikla, jólin. Það er gaman að fara á jólahlaðborð, baka 17 sortir, gæða sér á hangikjöti og nota allan rjómann í sósuna. Þetta getur þó verið töluvert álag á líkamann og margir lenda í því að meltingin kvartar og bjúgur safnast fyrir.

Um að gera að leyfa sér aðeins en það getur verið gott að hafa góð ráð upp í erminni til að komast hjá helstu aukaverkunum.

Eigðu þetta tvennt til að létta þér lífið

  • Gallexier drykkurinn – blanda af beiskum jurtum sem örva gall, ensím og meltingarsafa sem hjálpa þér að brjóta fæðuna betur niður. Frábært að taka eitt skot á undan máltíðum til að örva meltinguna. Má líka taka eftir máltíðar. Gagnast oft sérlega vel með feitum og þungum máltíðum.

 

  • Birkisafi frá salus – vatnslosandi án þess að erta nýru eða þvagblöðru. Frábær lausn við bjúgmyndun. Sniðugt að taka 2 msk út í vatnsglas tvisvar á dag.

 

 

Einföld en mikilvæg markmið sem þú getur sett þér til að halda heilsu yfir hátíðarnar

Drekktu nóg af vatni!

  • Byrjaðu daginn á stóru vatnsglasi og drekktu nóg allan daginn. Það hjálpar bæði meltingunni og passar upp á vökvajafnvægið í líkamanum. Sérlega mikilvægt þegar saltur matur er á boðstólnum.

Fáðu þér chiagraut eða hafragraut í morgunmat

  • Þú munt þurfa á trefjunum að halda til að halda meltingunni gangandi!

Reyndu að borða líka nóg af grænmeti og ávöxtum

  • Búðu til fallegt jólalegt salat og hafðu t.d. ofnbakað grænmeti sem meðlæti með jólasteikunum

Hreyfðu þig

  • Reyndu að hreyfa þig eitthvað daglega þó þú takir kannski smá pásu frá ræktinni yfir hátíðarnar. Góður göngutúr er frábær. Reyndu e.t.v. að finna þér eina góða brekku til að ná púlsinum aðeins upp.

Allt er gott í hófi og rólegheitum

  • Borðaðu hægt og njóttu hvers bita! Hlustaðu á líkamann og hættu áður en þér fer að líða illa af seddu. Að borða í núvitund er eitt það besta sem þú getur gert fyrir líkama og sál.

Mundu svo bara að lifa og njóta, slappa af og ekki láta jólastressið ná í skottið á þér 😊