Benecos snyrtivörur

Falleg að innan sem utan með lífrænum snyrtivörum frá Benecos 

Frá Benecos finnur þú náttúrulegar, lífrænar og fallegar förðunarvörur á mjög viðráðanlegu verði fyrir snyrtibudduna. Vörurnar frá Benecos eru vandaðar, bjóða upp á flott úrval, eru umhverfisvænar og aldrei prófaðar á dýrum. Þær innihalda engin aukaefni, s.s. tilbúin lit, ilm eða rotvarnarefni, paraben né silicon.

   

Stór hluti af vöruúrvalinu er  vegan, má þar nefna alla augnskugga, naglalökk, maskara, laust mineral púður sem sér til ��es að húðin verði jöfn og mött ásamt natural creamy farðanum sem tryggir jafna og slétta áferð.

Benecos leggur upp úr því að vörurnar dragi fram náttúrlega fegurð. Þú finnur augnskugga í og augnblýant sem dregur fram þinn augnlit, bætir svo við kinnalit og bronzing á rétta staði sem setur punktinn yfir i-ið. Augnblýantarnir eru dásamlega mjúkir og þægilegir í notkun.

Varalitir frá Benecos eru sívinsælir, mjúkir náttúrulegir og fara vel með varirnar þínar.

Natural Creamy farðinn fékk viðurkenningu frá Natural Health International Beauty Awards 2017! Erum við ótrúlega stolt af því að geta bætt einni rós til viðbótar í hnappagatið :).

 

Benecos fæst í Heilsuhúsinu, Apótekaranum, Fræinu Fjarðarkaup, Hagkaup Smáralind, flestum verslunum Lyfju, Apotekinu og í Blómaval.