Ristaðar möndlur

Ristaðar möndlur í jólabúning. Hér kemur uppskriftin:
300g möndlur
300g hrá-eða kókossykur
2 tsk kanill (mælum með lífræna Sonnentor kryddinu)
1 tsk Maldon salt
1 dl vatn
1 dl flórsykur (í staðin fyrir flórsykur má mala kókossykur í kaffikvörn)
Setjið öll hráefnin nema flórsykurinn á pönnu og hitið upp að suðu, hrærið vel á milli. Lækkið hitann örlítið, passa að hræra öðru hverju. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og sáldrið flórsykri vel yfir. Þegar sykurinn er farin að festast á möndlurnar eru þær tilbúnar. Hellið möndlunum nú yfir í bakkann með flórsykrinum og dreifið með gaffli svo möndlurnar þekist vel. Að lokum er er gott að hella möndlunum yfir í sigti til að hrista af allan umfram sykur.