Benecos herralínan

Herralínan frá Benecos hentar herramönnum á öllum aldri, hún er vegan eins og hún leggur sig og inniheldur engin skaðleg ertandi efni.

Lífrænar olíur og jurtir eru hér í aðalhlutverki til að næra og mýkja.

 

Body wash 3 in 1

Frábær lífræn sápa sem hægt er að nota í hárið, andlitið og á líkamann. Sápan er mild og laus við ertandi efni, hreinsar vel en nærir húðina á sama tíma.

 • Lífræn
 • Mild
 • Hreinsar vel
 • Einfaldar lífið – má nota í hár, á líkama og andlit
 • Vegan
 • Ferskur ilmur

 

Deo sprey – svitalyktareyðandi sprey

Lífrænn svitalyktareyðir án allra skaðlegra efna eins og parabena og áls. Heldur líkamslykt í skefjum en leyfir húðinni á sama tíma að anda. Einstök blanda jurta og ávaxta gefur ferskan en mildan ilm.

 • Lífrænn
 • Án parabena og áls
 • Endist lengi
 • Ferskur ilmur
 • Vegan

 

 

Skeggolía

Djúpnærandi blanda sem nostrar við skeggrótina og kemur í veg fyrir kláða, roða og ertingu. Argan olía, mönduolía, lavender, rósmarín og morgunfrú eru hin fullkomna blanda til að næra og mýkja bæði skegg og húð.

 • Lífrænar olíur
 • Mýkir og nærir
 • Róar húðina
 • Náttúrulega sótthreinsandi
 • Kemur í veg fyrir flösu
 • Styrkir hárvöxtinn
 • Vegan

Notkun:

 • Best er að bera olíuna á hreina húð, meðan hún er enn heit og rök svo að olían smjúgi sem best inn. Setjið nokkra dropa í lófann, nuddið saman og nuddið vel í skegg og húð. Ekki skola af.

 

 

Andlitskrem

Náttúrulegt andlitskrem án allra ertandi efna. Frábært rakakrem til að nota á hverjum degi eða eftir rakstur. Lífrænar olíur og aloe vera djúpnæra húðina án þess að gefa feita áferð.

 • Létt, milt og nærandi
 • Kælir og róar húðina
 • Frábært eftir rakstur
 • Þægilegur ilmur
 • Gerir húðina ekki feita