Viðskiptastjóri á apóteks- og sérvörumarkaði

Heilsa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf viðskiptastjóra. Viðkomandi mun leiða verkefni apóteks- og sérvörumarkaðar, bera ábyrgð á sölu og kynningu á vörum fyrirtækisins til apóteka, fagaðila og sérverslana ásamt samskiptum við viðskiptavini.

Við leitum að góðum sölumanni með brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, fæðubótarefnum, snyrtivörum og vellíðunartengdum vörum.

Helstu verkefni
 • Leiða starf sölumanna sérvörumarkaðar í samvinnu við sölustjóra
 • Leiða kynningar á vörum fyrir starfsfólk verslana og fyrir neytendur
 • Efla og viðhalda tengslum við smásölumarkaðinn og stuðla að samstarfsverkefnum
 • Verðkannanir og greiningar vegna þeirra
 • Fylgjast með eftirspurn, nýjungum og vöruþróun á markaði
Menntunar og hæfniskröfur
 • Mjög góðir samskiptahæfileikar og lausnarmiðað viðhorf
 • Geta til að koma fram og halda kynningar skilyrði
 • Reynsla af sölustörfum og þekking á heilsuvörum æskileg
 • Þekking á ensku og/eða norðurlandamáli
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á NAV kostur

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Bára Einarsdóttir, sölustjóri, í síma 517-0685.