Umhverfisvænn tannþráður úr silki

Dental lace tannþráðurinn er enn eitt skrefið sem þú getur tekið í átt að minni sóun og umhverfisvænni lífsstíl.

Flestar tegundir tannþráðs eru búnar til úr plastefni og koma oft í plastumbúðum líka.

Dental lace er silkitannþráður húðaður með vegan candelilla vaxi sem brotnar niður í nátturunni.

Umbúðirnar eru líka umhverfisvænar en tannþráðurinn kemur í fallegu og nettu glerglasi með stálloki.

Ytri umbúðir eru endurunninn pappi sem hægt er að skila til endurvinnslu.

Það besta er svo að þú getur keypt áfyllingar og fyllt á glerglasið eftir þörfum.

Startpakkinn inniheldur eitt glerglas með 30m af tannþræði auk einnar áfyllingar sem einnig er 30m.

Áfyllingarnar koma 2 saman í pakka og er þeim pakkað í niðurbrjótanlegar umbúðir en ekki plast.

Dental lace tannþráðurinn fæst hjá Heilsuhúsunum