Hvað er kefir ?

Kefir er jógúrt kúltúr sem er notaður til að búa til kefir jógúrt úr mjólk.

Kefir kúltúrinn er upprunninn einhvers staðar í Kákasusfjöllunum. Enginn veit nákvæmlega hvernig eða hvenær hann varð til en hann er nú einn eftirsóttasti jógúrt kúltúrinn vegna þess hve öflugur hann er og iðandi af vinveittum gerlum.

Kefir hefur reynst mörgum mjög vel til að bæta meltinguna og almenna vellíðan með því að koma þarmaflórunni í lag.

Kefir er yfirleitt þynnri en venjulegt jógúrt eða skyr.

Kefir kúltúrinn eða „kornin“ eins og þau eru oft kölluð líkjast helst blómkáli eða kotasælu og eru mjúk og svampkennt viðkomu.

Hægt er að fá kefir bæði ferskan og þurrkaðan. Ferskan er hægt að nota strax til að sýra mjólk en þurrkaðan þarf að virkja fyrst.

Nú er hægt að fá þurrkaðan kefir í Heilsuhúsinu!

Hér má lesa meira um það hvernig þú virkjar þurrkaðan kefir og notar kefir kornin.