Streita

Orsakir og einkenni

Í daglegu lífi verðum við fyrir áhrifum ótal streituvalda án þess að taka sérstaklega eftir því. Þetta eru þættir eins og þrýstingur í vinnunni, rifrildi, fjárhagsáhyggjur eða aðrar áhyggjur, stöðugur tímaskortur, gleymdir afmælisdagar, próf, yfirhleðsla af verkefnum og ótal önnur atriði. Raunar er hvaða áreiti sem er streituvaldur, jafnvel snöggar hitabreytingar, umhverfismengun, sjúkdómar, sterk tilfinningaviðbrögð o.s.fr. Hans Selye sem stundum er nefndur faðir nútíma streiturannsókna, segir streitu sem slíka alls ekki skaðlega. Hann segir að engin geti lifað án þess að upplifa eitthvert form af streitu dags daglega. Að ganga yfir fjölfarin gatnamót, tilkynning um fallinn víxil, gleðifréttir, tilhlökkun, brúðkaup, allt eru þetta þættir sem örva streitumekanisma líkamans. Hann segir því að streita sé ekki endilega slæm fyrir okkur, heldur sé hún krydd tilverunnar, því öll tilfinningaviðbrögð, öll starfsemi valdi streitu. Höfuðmáli skipti hversu hæft okkar persónulega líkamskerfi sé til að taka á móti streitunni. Þannig geti tiltekið atriði valdið einum streitu sem annar upplifir allt öðruvísi. Til eru þeir sem upplifa jarðskjálfta án þess að svo mikið sem púlsinn hækki og svo hinir sem lenda næstum í sálarangist mæti þeir 5 mínútum of seint á tiltekinn stað.

Sem betur fer erum við útbúin með „streitujafnara“ sem tekur á móti og jafnar út þetta streituáreiti. Fari streitan úr böndunum, sé hún óvenjuleg eða langvarandi, geta varnirnar brostið og streitan orðið skaðleg. Ekki er víst að viðkomandi átti sig á orsökum streitunnar, en einkennin geta verið mjög greinileg, svo sem svefntruflanir, þunglyndi, þreyta, kvíði, höfuðverkur, pirringur, meltingartruflanir og önnur magaóþægindi. Einnig veikir streita viðnámsþrótt okkar gegn sjúkdómum og okkur verður hættara við að fá umgangspestir eins og kvef og flensu og aðrir vírusar geta einnig frekar náð sér á strik svo sem frunsur og jafnvel kynfæraherpes. Langvarandi sjúkdómar svo sem astmi, háþrýstingur, sykursýki, gigt og magaþrautir geta ágerst.

Ráð

Grundvallaratriði heilbrigðs lífernis, sem við svo sem þekkjum flest en gleymum stundum, það er hollt fæði og nægur svefn, hjálpa okkur að standast álag streitunnar. Þegar streitan er komin á slæmt stig er hún hins vegar líkleg til að trufla akkúrat þessa þætti. Maður fær eðlilega ekki næga hvíld, þegar maður er hættur að sofa af áhyggjum. Önnur ráð sem að gagni hafa komið eru m.a. líkamsrækt í einhverju formi og hugleiðsla. Eftirfarandi er einnig afar mikilvægt: Skipuleggja tímann sinn, draga úr eða sleppa alveg neyslu á kaffi, áfengi, einsykrum (hvítum sykri) þar með talið gosdrykkjum og matast reglulega í rólegu umhverfi. Langvarandi streita getur leitt til örmögnunar og þá hefur m.a. gengið verulega á kalíumbirgiðir líkamans. Því er nauðsynlegt að borða kalíumauðuga fæðu, eins og grænmeti, einkum grænt blaðgrænmeti, ávexti, fræ, hnetur, kartöflur og korn. Bananar og avókadó eru einstaklega kalíumauðugir ávextir. Einnig eru til kalíum (enska: potassium) töflur.

Bætiefni

Fyrir þann sem hefur slæm einkenni streitu, er mikilvægt að nota bætiefni og jurtir sem styrkja starfsemi nýrnahettna. Þær stjórna margháttaðri starfsemi líkamans og eru afgerandi þáttur í streituvörn hans. Vel getur verið að langvarandi streita eða notkun á kortikósteróíðum hafi dregið svo úr starfsgetu nýrnahettubarkarins að sjúklingurinn sé haldinn kvíða, þunglyndi og mikillli þreytu. Til að líkaminn hafi stjórn á streitunni, þurfa nýrnahetturnar að starfa með fullum afköstum. Því getur verið nauðsynlegt að styrkja starfsemi þeirra með bætiefnum.

Vítamín og steinefni

Nokkur B-vítamín,  sérstaklega pantótensýra (B-5) og pýridoxín (B-6) ásamt C-vítamíni eru afar mikilvæg fyrir heilbrigða starfsemi nýrnahettnanna. Auk þess er starfsemi tauganna háð nægilegu magni nokkurra B-vítamína. B-Stress vítamíntöflur innihalda öll helstu B-vítamínin og C-vítamín. Þekkt er að stressað reykingafólk
eykur reykingar, sem eyðir C-vítamíni úr kroppnum, auk þess sem að streitan sjálf gengur á C-vítamín birgðir líkamans. Steinefnin sink og magnesíum eru jafnframt mikilvæg fyrir heilbrigða starfsemi nýrnahettna.

Ginseng

Nokkrar jurtir eru þekktar, sem örva starfsemi nýrnahettna. Athyglisverðust þeirra og trúlega lang mest rannsökuð er ginseng. Ginseng er í hópi þeirra jurta sem nefndar eru „adaptogen“ og „general tonic“ á ensku, þ.e.a.s. með aðlögunar- eða jöfnunar-verkun og almennt styrkjandi eða bætandi. Ginseng er raunar sérstaklega nefnt „nýrnahettu tonic“, vegna þess að það eflir starfsemi nýrnahettna. Það eykur líkamlegt og andlegt starfsþrek, styrkir ónæmiskerfið, veitir aukinn þrótt eftir veikindi og byggir upp viðnám við streitu.
Margháttaðar rannsóknir renna stoðum undir árþúsunda reynslu manna af þessari þekktu lækningajurt. M.a. voru gerðar tilraunir á músum, sem staðfestu gangsemi jurtarinnar gegn streitu.1 Orsakir streitu geta m.a. verið skortur á agaðri starfsemi hugans og erfiðleikar með að halda hugsununum skipulögðum. Tilraunir á hópum fólks sýndi að ginseng bætir hæfni til óhlutbundinnar hugsunar.2,3 Vanlíðan getur verið bæði orsök og afleiðing streitu. Í stórri tvíblindri rannsókn var hópur fólks rannsakaður með tilliti til vellíðunar og „gæða lífs“. Þeir sem fengu ginseng greindu frá afgerandi betri líðan að ákveðnum tíma liðnum, en hinir sem fengu bætiefni án ginsengs fundu litla breytingu.4 Svipaðar niðurstöður fengust einnig hjá hópi sykursjúkra sem tóku þátt í hliðstæðri rannsókn.5 í Fjörefni blöndunni frá Heilsu er Ginseng

The Original Arctic Root frá Swedish Herbal Institute

ORIGINAL ARCTIC ROOT (Burnirót) inniheldur mikið magn Burnirótarkrafts, SHR-5. Hver tafla tryggir hátt innihald virkra efna sem eru Rosavin Salidroside og p-Tryosol. Samsetnig þessara efna hefur verið mikið rannsökuð með klínískum rannsóknum.

Það er þessi samsetning sem gerir Original Arctic Root SHR-5 svo einstakt. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að tengsl eru milli inntöku og aukinnar orku. Einnig minkar doði af völdum streitu. Original Arctic Root er fljótverkandi (þarf ekki að byggja upp forða heldur virkar það innan 2ja tíma frá inntöku) og eykur einbeitingu og og hefur jákvæð áhrif á minni. Þeir sem taka Arctic Root upplifa gjarnan meiri einbeitingu og lífsgleði og skapi batnar.

Original Arctic Root er talið hjálpa vel á tímabilum andlegs álags í vinnu eða námi, eða gegn streitu og skorti á orku.

Garðabrúða

Te úr garðabrúðurót (Valeriana officinalis) er notað sem róandi lyf við taugaspennu, óróleika, erfiðleikum með að sofna, streitu og kvíða.8

Jurtabaðolíur

Nokkrar jurtir innihalda kjarnaolíur (rokgjarnar olíur) og önnur virk efni sem nýtast vel í baðolíur og hafa því verið notaðar með góðum árangri í róandi baðolíur. Þekktastar þeirra og mest notaðar eru m.a. humall, furunálar og melissa.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.