Frjókornaofnæmi – hvað er til ráða?

Margir upplifa mikil óþægindi yfir sumarmánuðina vegna frjókornaofnæmis. Ofnæmislyf hjálpa en oft hafa þau óþægilegar aukaverkanir eins og þreytu, sljóleika og ógleði.

Þó að það sé erfitt að koma alveg í veg fyrir einkennin má nota ýmsar náttúrulegar aðferðir sem gagnast oft vel við að draga verulega úr þeim og gera lífið bærilegra yfir þetta tímabil.

Minnka mat sem inniheldur mikið histamín:

Ofnæmisviðbrögðin koma til vegna þess að líkaminn leysir úr læðingi meira magn histamíns en hann ræður við að vinna úr áður en það veldur einkennum eins og kláða, nefrennsli og stíflum. Að borða mat sem er hár í histamíni á sama tíma er eins og að hella olíu á eldinn. Histamínfatan þín yfirfyllist og einkennin versna enn.

Dæmi um mat og drykk sem inniheldur mikið histamín er:

 • Áfengi
 • Gerjaður matur eins og súrkál og ostar
 • Reyktar og unnar kjötvörur
 • Skelfiskur
 • Baunir
 • Hnetur
 • Súkkulaði
 • Edik

Ég mæli með því að kynna sér þetta vel, googla: high histamine foods og skoða mataræðið vel. Best er að hafa það sem hreinast.

 

Bætiefni sem geta hjálpað:

 1. Solaray Mega Quercetin

Quercetin er plöntuefni sem tilheyrir flokki bioflavoníða. Það er talið náttúrulegt and-histamín og hefur lengi verið notað til að draga úr einkennum frjókornaofnæmis.

 

 1. Góðgerlar – Optibac for every day extra strength

Rannsókn sem var gerð á börnum með staðfest ofnæmi fyrir birkifrjói leiddi í ljós að inntaka góðra gerla dró marktækt úr einkennum.

Í rannsókninni voru notaðar 2 tegundir gerla: Lactobacillus achidophilus NCFM og Bifidobacterium lactis BI-04. Þessa gerla er að finna í For every day extra strenght frá Optibac.

Rannsóknir hafa staðfest breytingar á þarmaflóru hjá þeim sem þjást af frjókornaofnæmi yfir ofnæmistímabilið. Inntaka gerlanna dró úr ofnæmiseinkennum, bæði þeim sem voru mæld með blóðprufu og þeim sem þáttakendur greindu sjálfir frá. Inntaka gerlanna dró mest úr nefrennsli og ertingu í nefgöngum.

 

Annað sem getur hjálpað:

 1. Neti pot eða saltvatns nefsprey– skola 1-2 x á dag – skolar út frjókornum
 2. Feitt krem borið undir nefið og aðeins inn í nasir – grípur hluta frjókornanna á leiðinni inn í nefið og getur þannig dregið úr áhrifum þeirra
 3. Eucalyptus olía frá Aqua oleum – Til innöndunar eða blönduð í grunnolíu og borin á bringuna – getur létt á stífluðu nefi og andþyngslum

 

Gleðilegt sumar!