Náttúruleg flugnafæla

Það er fátt óþægilegra en flugnager á sólríkum degi. Þessar litlu suðandi sem reyna að troða sér inn um öll vit. Ég tala nú ekki um þegar þær ná að stinga, það getur verið virkilega hvimleitt með tilheyrandi kláða og sviða.

Buzz off frá Sonnentor inniheldur blöndu ilmkjarnaolía sem flugum er sérlega illa við. Hvort sem það er mý eða moskító getur hún reynst öflugur bakhjarl gegn bitvargi.

Hér er um að ræða 100% lífrænar olíur, engin aukaefni, gerviefni, ofnæmisvaldandi eða ertandi efni.

Olíublandan inniheldur ilmkjarnaolíur úr lavender, negul og eucalyptus.

Vertu við öllu búin/n í útilegunni eða utanlandsferðinni.

Gott að blanda við grunnolíu og bera ríkulega á húðina. Líka hægt að setja með vatni í spreybrúsa og spreyja á flíkur og í hárið. Einnig góð í ilmlampann.

Fæst hjá Lyfju og í Heilsuhúsinu