Sunna Ben mælir með Bonsan

Sunna Ben er vinsæll skífuþeytari (DJ), myndlistarkona, sérfræðingur í starfrænni markaðssetningu og mikill dýra og blómavinur. @sunnaben

Bonsan vörurnar fást nú í Nettó, Hagkaup og Heilsuhúsinu. Vörulínan er stór, fjölbreytt og vegan í heild sinni, sem er til fyrirmyndar! Í þessu frábæra vöruúrvali frá Bonsan er til dæmis að finna mæjones og tilbúnar kaldar sósur út á salöt sem eru stórgóðar, þar á meðal er sesarsósa og sæt sinnepssósa, sem ég er sérstaklega hrifin af.

Krydduðu kókosflögurnar frá Bonsan má svo ýmist borða sem nasl eða nýta til þess að bragðbæta bakstur og grauta. Ég hef verið að setja þær út á hafragrautinn minn á morgnanna og það er algjör veisla! Síðast en ekki síst er mér mikið mál að hafa orð á því að þau bjóða upp á vegan hlaup sem er kjánalega gómsætt og vill hverfa mjög hratt eftir að það kemur inn á heimilið.

Það sem mér finnst líka mest spennandi eru jackfruit réttirnir frá þeim. Það eru fjórar gerðir af jackfruit réttum í boði frá Bonsan og eru þeir meira og minna tilbúnir í pakkanum.

Jackfruit hefur verið áberandi í heilsuheiminum ytra undanfarin ár en hefur látið lítið fyrir sér fara hérlendis hingað til. Jackfruit er risavaxinn ávöxtur frá Asíu af sömu ætt og fíkjur. En hann hefur slegið í gegn í vegan- og grænmetismatseld undanfarin ár, mörgum þykir áferðin á honum lík kjöti. Ekki skemmir það svo fyrir að jackfruit er drekkhlaðinn af allskonar vítamínum og steinefnum og óvenju próteinríkur miðað við aðra ávexti.

Ég og Andri prófuðum að gera einfaldan karrírétt með „Thai jackfruit“ frá Bonsan og það kom virkilega vel út! Hér kemur uppskriftin:

Thai Jackfruit:

  • 1 pakki Bonsan thai jackfruit
  • ¾ pakki (ca. 300g) frosið grænmeti að eigin vali
  • 1 paprika skorin í stóra bita (við notuðum hálfa rauða og hálfra gula)
  • 1 bolli haricot baunir (við notuðum frosnar)
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 dós Biona kókosmjólk
  • ½ krukka af rauðu karrímauki
Aðferð:

Fyrst steiktum við hvítlaukinn á pönnu þar til hann var orðinn nokkuð brúnaður og svo skelltum við frosna grænmetinu út à og mölluðum à làgum hita í dágóða stund. Þegar grænmetið var þiðnað bættum við papríkunni og jackfruit blöndunni við og steiktum í u.þ.b 2 mínútur áður en við bættum kókosmjólk og karríi út í. Þá leyfðum víð blöndunni aðeins að malla og bàrum svo fram með hrísgrjónum. Hollur, góður og einfaldur rèttur.

Við fögnum fjölbreyttu vörunum frá Bonsan!

Fylgist með á instagram @reykjavegan_

Bonsan er fjölskyldurekið fyrirtækið sem hefur það að markmiði að bjóða uppá vörur sem eru vegan og lífrænar og unnar úr plöntum. Gæða lífrænar og vegan vörur eru þeirra hjartans mál. Vörurnar innihalda ekki kjöt, mjólk eða eiturefni.

Bonsan fæst í Hagkaup, Nettó og í Heilsuhúsinu. Bonsan fæst einnig í netverslun Heilsuhússins.