Lesblinda

Orðið dyslexia (lesblinda) er dregið af grísku orðunum „dys“, sem þýðir ófullnægjandi og „lexis“ sem þýðir tungumál. Maður að nafni Rudolf Berlin frá Stuttgart í Þýskalandi notaði þetta orð fyrstur manna til að lýsa vanhæfni til lesturs árið 1887. Dr. Pringle Morgan lýsti þessu svo nánar í ritgerð sinni „Congenital Word Blindness“ (Meðfædd orðblinda) sem var birt í Breska Læknablaðinu 7. nóv. 1896.

Lesblinda einkennist af hömlum í tjáningu, bæði munnlegum og skriflegum. Vandamálin geta legið í lestri, stafsetningu, ritun, tali og hlustun en hafa ekkert með gáfur að gera. Fólk með lesblindu er ekki heimskt og það á ekki endilega við hegðunar-, sálfræðileg eða félagsleg vandamál að stríða, þó að lesblindan geti að sjálfsögðu stundum haft áhrif. Lesblint fólk sér ekki illa, það les ekki afturábak, heldur virka taugaboðin í heilanum bara ekki eins og þau eiga að gera. Lesblinda er yfirleitt meðfædd og getur verið ættgeng, 23-65% barna sem eiga lesblinda foreldra eru einnig lesblind. Þetta uppgötvast yfirleitt hjá dagmömmu, á leikskóla eða fljótlega þegar börnin byrja í skóla þar sem þau eiga erfitt með að læra stafina og geta yfirleitt ekki farið með rímur. Þó getur lesblindur einstaklingur komist í gegnum alla skólagönguna án þess að nokkurs verði vart en námið getur oft reynst honum erfitt. Ef lesblindur einstaklingur þarf að lesa upphátt (eða í hljóði) leggur hann svo mikla áherslu á að greina orðin að hann nær innihaldi textans mjög illa. Sé texti lesinn fyrir lesblinda er yfirleitt enginn skortur á skilningi á efninu.

Börn með lesblindu þurfa mikið aðhald og stuðning við að læra að lesa. Þau þurfa einnig meiri tíma til að lesa og skrifa. Fullorðnir með lesblindu þurfa einnig meiri tíma við lestur og skrift. Margir notast við tölvur með stafsetningar- eða leiðréttingarforritum, upptökutæki (t.d. í fyrirlestrum), fá að taka krossapróf í stað skriflegra prófa og nýta sér gjarnan hljóðbækur. Fólk með lesblindu getur verið mjög listrænt, gætt miklum sköpunar- og leiklistarhæfileikum og er oft mikið íþróttafólk. Það hefur hvert um sig sínar sterku og veiku hliðar en vandamál þeirra virðist vera að koma máli í hugsun og hugsun að máli.

Lesblinda er ekki sjúkdómur og er því engin eiginleg lækning til við henni. Rannsóknir hafa sýnt að skortur á ýmsum efnum, t.d. fitusýrum, geti átt þátt í að valda lesblindu. Efalex er bætiefni sem þróað var sérstaklega í kjölfar rannsókna sem bentu til skorts á ákveðnum fitusýrum hjá lesblindum og hefur um árabil verið notað við skorti á þessum mikilvægu fitusýrum, en það inniheldur túnfiskolíu, E-vítamín, náttljósarolíu og timíanolíu. Dr. Ellen Grant sem var ráðgjafi hjá stofnun lesblindra í Kingston-Upon-Thames, Englandi í 20 ár, segir í bók sinni „Sexual Chemistry – Understanding Our Hormones“ að svo til öll lesblind börn þar voru mæld voru með sinkskort.

Helstu einkenni lesblindu

Fæstir lesblindir sýna öll þessi merki

  • Byrja seinna að tala.
  • Erfiðleikar að greina einföldustu skrifuð orð.
  • Erfiðleikar við stafsetningu.
  • Talna- og stafaröð vill snúast við, t.d. söng-sögn, 12-21.
  • Lesskilningsvandamál.
  • Eiga erfitt með að tjá hugsanir skriflega og munnlega.
  • Ónákvæm eða óskýr túlkun á því sem hlustað er á.
  • Ruglast á leiðbeiningum; hægri og vinstri, upp og niður, snemma og seint, í gær og á morgun, mánuðir og ár.
  • Eiga stundum erfitt með stærðfræði, yfirleitt í tengslum við orð.

Heimildir:

Ball EW, Balchman BA: Does phoneme awareness training in kindergarten make a difference in early word recognition and developmental spelling? Read Res Q 26:49, 1991.

Cardon LR, Smith SD, Fulker DW et al: Quantitative trait locus for reading disability on chromosome 6. Science 266:276, 1994.

Foorman BR, Francis DJ, Fletcher JM, et al: The role of instruction in learning to read: Preventing reading failure in at-risk children. J Educ Psychol 90:1, 1998.

Lyon GR: Towards a definition of dyslexia. Ann Dyslexia 45:3, 1995.

Pennington BF: Genetics of learning disabilities. J Child Neurol 10:S69, 1995.

Shankweiler D, Crain S Katz L, et al: Cognitive profiles of reading-disabled children: Comparison of language skills in phonology, morphology, and syntax. Psychol Sci 6:149, 1995.

Shaywitz SE: Dyslexia. N Engl J Med 338:307, 1998.

Shaywitz SE, Escobar MD, Shaywitz BA, et al: Evidence that dyxlexia may represent the lower tail of  the normal distribution of reading ability. N Engl J Med 326:145, 1992.

Shaywitz SE, Shaywitz BA, Pugh K, et al: Functional disruption in the organization for the brain for reading in dyslexia. Proc Natl Acad Sci USA 95:2636, 1998.

Torgesen JK, Morgan S, Davis C: The effects of two types of phonological awareness training on word learning in kindergerten children. J Educ Psychol 84:364, 1992.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.