Áfengissýki

Út af fyrir sig eru ekki til nein ráð í náttúrulækningum við áfengissýki. Eins og flestir vita losna menn yfirleitt aðeins undan því böli sem þessi sýki er, með markvissri langtíma meðferð. Í þessari grein er alls ekki ætlunin að fara ofan í saumana, hvorki á hugsanlegum ástæðum ofneyslu áfengis, afleiðingum eða leiðum út úr áfengisvandanum. Aðrir eru til þess hæfari og víða hægt að bera niður til að fá hjálp. Hins vegar verður hér farið yfir nokkur bætiefni sem rannsóknir sýna að geti gagnast einstökum líffærum og líkamanum í heild til að styrkja það sem skaðað hefur verið með ofneyslu áfengis. Þessi bætiefni er æskilegt að nota samfara hóflegri áfengisneyslu, en einkum þó og sér í lagi hafi áfengi verið misnotað.

Silymarin
Lifrin er stærsti kirtill mannslíkamans og veitir ekki af því áreitið á hana er bæði mikið og stöðugt m.a. af margs kyns fæðu sem við neytum, af skaðlegum efnum sem við fáum í okkur með fæðunni, af lyfjum og af áfengi. Mikil áfengisneysla veldur skemmdum á lifur og jafnvel hófleg neysla getur leitt til lifrarskemmda. Rannsóknir sýna að flavonóíðar mjólkurþistils (Silybum marianum) eru áhrifarík hjálp til að bæta skemmdir á lifur, allt frá tiltölulega litlum skemmdum til skorpulifrar. 170 sjúklingar með skorpulifur (91 vegna áfengis) voru fengnir til að taka þátt í rannsókn með silymarin. Fékk helmingur þátttakenda silymarin en hinn helmingurinn fékk lyfleysu og var sjúklingum sem höfðu sjúkdóminn vegna áfengis skipt jafnt í hópana. Tóku sjúklingarnir þetta inn í þrjú og hálft ár að jafnaði. Í hópi þeirra sem fengu silymarin dóu 24 innan þessa tíma, þar af 18 úr áfengishluta hópsins. Í hópi hinna sem fengu lyfleysuna dóu 37, þar af 31 sem höfðu skorpulifur af völdum áfengis. Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að fjögurra ára lífslíkur aukast úr 39% í 58% við notkun silymarins.1 Silymarin getur jafnfram styrkt ónæmiskerfið í sjúklingum með skorpulifur.2 Gagnsemi silymarins við lifrarskemmdum af völdum áfengis hefur verið staðfest með fleiri rannsóknum.3,4,5

Efamol (GLS)
Áfengi truflar efnaskipti ómissandi fitusýra og getur því valdið skorti á þeim efnum sem líkamin vinnur úr þessum fitusýrum og þarf nauðsynlega á að halda. Rannsóknir benda til að neysla náttljósarolíu (Efamol), sem inniheldur gammalínólensýru (GLS) geti varnað gegn skemmdum í líkamanum af völdum áfengisneyslu. Rannsókn sem gerð var á rottum við háskóla í Tokío sýndi t.d. að neysla GLS jók verulega efnaskipti áfengis, sem sé flýtti fyrir hreinsun þess úr líkamanum.6Hliðstæðar niðurstöður hafa fengist úr fleiri rannsóknum.7 Út frá hlutverkum GLS í líkamanum er einnig leitt að því líkum að inntaka GLS verndi lifrina alveg sérstaklega.8

Sink
Eitt af nauðsynlegustu næringarefnum til að brjóta niður áfengi er sink. Neysla áfengis og einkum ofneysla gengur á sinkforða líkamans. Sinkskortur leiðir svo aftur til lélegri efnaskipta áfengis og annarra truflana í starfsemi líkamans. Í tilraun sem gerð var á rottum jók inntaka sinks stórlega afeitrun vegna áfengis og lífslíkur dýranna, sérstaklega þegar það er tekið inn með C-vítamíni.9

B-vítamín
Mikil áfengisneysla veldur undantekningarlítið skorti á B-vítamínum. Fyrir því geta verið fleiri ástæður, gjarnan samverkandi, eins og truflað efnaskiptaferli, skert frásog og lélegri hæfni líkamans til að varðveita þessi vítamín. Best er að taka bætiefni með öllum B-vítamínum í, eins og B-Súper.

Magnesíum
Magnesíumskortur er algengur hjá áfengissjúklingum. Ástæður geta m.a. verið minni inntaka magnesíums og aukið tap þessa steinefnis af völdum áfengis. Rannsóknir sýna að allt að 60% áfengissjúklinga skortir magnesíum og jafnframt eru vísbendingar um að skortur á magnesíum tengist deleríum tremens.10 Jafnfram er magnesíumskortur talinn vera ein af helstu ástæðum fyrir hjarta- og æðasjúkdómum hjá áfengissjúklingum.11

Önnur bætiefni sem einnig er ráðlagt að taka inn til varnar skaða af völdum

áfengisneyslu eru m.a. lýsi, glútamín og andoxunarefni, ekki
síst C-vítamín.

Heimildir:

 1. P.Ferenci et al.,“Randomized Controlled Trial af Silymarin
  Treatment in Patients with Cirrhosis of the Liver,“ J Hepatology 9
  (1989):103-13.
 2. G. Deak et al., „Immunomodulator Effect of Silymarin
  Therapy in Chronic Alcoholic Liver Diseases,“ Orv Hetil 131 (1990):
  1291-2;1295-6.
 3. Lieber CS et al., „Silymarin retards the progression of alcohol-induced hepatic fibrosis in baboons,“ J Clin Gastroenterol. 2003 Oct;37(4):336-9
 4. Saller R, et al., „The use of silymarin in the treatment of liver diseases,“ Drugs. 2001;61(14):2035-63
 5. Boigk G, et al., „Silymarin retards collagen
  accumulation in early and advanced biliary fibrosis secondary to
  complete bile duct obliteration in rats,“ Hepatology. 1997 Sep;26(3):643-9.
 6. Tsukamoto S., „Effects of bezafibrate on ethanol oxidation in rats,“ Alcohol Clin Exp Res. 1996 Dec;20(9):1599-603.
 7. Duffy O., „Attenuation of the effects of chronic ethanol
  administration in the brain lipid content of the developing rat by an
  oil enriched in gamma linolenic acid,“ Drug Alcohol Depend. 1992 Oct;31(1):85-9.
 8. Cunnane SC, „Hepatic triacylglycerol accumulation
  induced by ethanol and carbon tetrachloride: interactions with
  essential fatty acids and prostaglandins,“ Alcohol Clin Exp Res. 1987 Feb;11(1):25-31.
 9. A.A. Yunice & R.D. Lindeman, „Effect of Ascorbic
  Acid and Zinc Sulphate on Ethanol Toxicity and Metabolism,“ Prov Soc
  Exp Biol Med 154 (1977):146-50.
 10. D.M. Jermain et al., „Controversies over the Use of Megnesium Sulphate in Delerium Tremens,“ Ann Pharm 26 (1992):650-2.
 11. L. Abbott et al., “ Magnesium Deficiency in Alcoholism,“ Alcoholism Clin Exp Res 18 (1994):1076-82.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

[fusion_text]

[/fusion_text][one_fourth last=“no“ spacing=“yes“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ class=““ id=““][fusion_text]

[/fusion_text][imageframe lightbox=“no“ style_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ class=““ id=““] [/imageframe][/one_fourth][one_fourth last=“no“ spacing=“yes“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ class=““ id=““][fusion_text]

[/fusion_text][imageframe lightbox=“no“ style_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ class=““ id=““] [/imageframe][/one_fourth][one_fourth last=“no“ spacing=“yes“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ class=““ id=““][fusion_text]

[/fusion_text][imageframe lightbox=“no“ style_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ class=““ id=““] [/imageframe][/one_fourth][one_fourth last=“yes“ spacing=“yes“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ class=““ id=““][fusion_text]

[/fusion_text][imageframe lightbox=“no“ style_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ class=““ id=““] [/imageframe][/one_fourth]