Brynjaðu þig fyrir veturinn með Andrographis

Andrographis (Andrographis paniculata) hefur öldum sama verið í hávegum höfð sem lækningajurt. Hún á rætur að rekja til Asíu og er t.d. mikilvæg jurt innan indversku Ayurveda lækningahefðarinnar.

Á síðustu árum hafa augu vísindamanna beinst að virkni jurtarinnar og bara á þessu ári hafa meira en 30 rannsóknir verið birtar um hana.

Í gegn um tíðina hefur Andrographis verið einna þekktust fyrir að styrkja ónæmiskerfið.

Hún er í raun þekktust fyrir að gagnast við kvefi og flensu og hafa rannsóknir m.a. bent til þess að inntaka hennar geti stytt tímann sem það tekur að komast yfir veikindin. Ekki síst þykir hún virka vel á hálsbólgu, hósta og önnur einkenni frá öndunarfærum.

Nýleg samanburðarrannsókn kannaði niðurstöður 33 RCT (randomized controlled trial) rannsókna á áhrifum Andrographis sem náðu til samtals 7175 manns. Niðurstöðurnar voru að jurtin hefði marktæk jákvæð áhrif á einkenni frá öndunarfærum og að inntaka gæti stytt þann tíma sem einkenni standa yfir1.

Rannsóknir hafa líka sýnt fram á öfluga bólguhamlandi virkni Andrographis. Hún er t.a.m. þekkt fyrir að geta haft góð áhrif á sáraristilbólgu (ulcerative colitis) með því að halda niðri bólguviðbrögðum2. Einnig hafa margir hafa notað hana við liðagigt.

Andrographis er enn fremur talin vernda frumur líkamans og styðja við eðlilega starfssemi lifrarinnar auk þess sem rannsóknir benda til þess að hún geti verndað æðar og unnið gegn æðakölkun3.

 

Fólk sem hefur sjúkdóma eða tekur inn lyf (einkum blóðþrýstings, blóðþynningar eða ónæmisbælandi lyf) ætti að ráðfæra sig við lækni um öryggi þess að nota þessa jurt.

 

Heimildir:

  1. Hu X-Y, Wu R-H, Logue M, Blondel C, Lai LYW, Stuart B, et al. (2017) Andrographis paniculata (Chuān Xīn Lia´n) for symptomatic relief of acute respiratory tract infections in adults and children: A systematic review and meta-analysis. PLoS ONE 12(8): e0181780. https://doi.org/ 10.1371/journal.pone.0181780
  2. Zhu Q, et al. (2018) Andrographolide presents therapeutic effect on ulcerative colitis through the inhibition of IL-23/IL-17 axis. Am J Transl Res; 10(2): 465-473.
  3. Wu T, et al. (2018) Andrographolide Ameliorates Atherosclerosis by Suppressing Pro-Inflammation and ROS Generation-Mediated Foam Cell Formation. Inflammation: doi: 10.1007/s10753-018-0812-9