GSE eða greipaldin extrakt er unnið úr fræjum og aldinkjöti greipaldins. Það er oft kallað sýklalyf náttúrunnar enda hefur það breiðvirka sýklahamlandi virkni án aukaverkana.
Nutribiotic eru í fremstu röð við framleiðslu GSE en frá þeim má fá nokkrar frábærar vörur sem ættu að vera til á hverju heimili.
GSE vökvinn
GSE droparnir eru til margra hluta nýtilegir
- Blandaðir út í vatn og drukknir til varnar pestum og matarsýkingum
- Frábærir á ferðalögum til að verjast matareitrun
- Gott við kandída ofvexti og öðru þarmaflóruójafnvægi
- Frábærir í heimilisstörfin! Sniðugt að blanda með vatni í spreybrúsa og nota til að sótthreinsa og þrífa yfirborð, t.d. í eldhúsi og á baðherbergi
- Gott að setja nokkra dropa með í þvottavélina til að koma í veg fyrir og vinna bug á myglu
GSE töflur
- Frábært á ferðalögum og á ferðinni
- Sniðugt að taka daglega á ferðalögum til að minnka líkur á matarsýkingum
- Gott að taka daglega þegar pestir herja á
GSE hálssprey
- Frábært til að slá á særindi í hálsi og róa hósta
- Inniheldur ásamt GSE m.a. piparmyntu, regnálm, sínk og aloe vera sem allt vinnur saman að því að róa og græða sára slímhúð, draga úr ertingu og vinna bug á vægum sýkingum
- Eitthvað sem er alltaf gott að eiga til ef hálsinn fer að kvarta
- 1-2 sprey í hálsinn getur róað hósta samstundis og komið í veg fyrir að hóstaköstin haldi fyrir manni vöku eða geri vinnufélagana brjálaða
GSE nefúði
- Frábær nefúði með GSE, glýseríni og salti
- Smyr og hreinsar nefgöngin, losar stíflur og hjálpar að koma í veg fyrir að ennis- og kinnholusýkingar myndist
- Frábært þegar kvef og pestir herja á
- Margir sem eru gjarnir á að fá sýkingar í ennis- og kinnholur eiga þetta sprey alltaf til og nota við fyrstu einkennum til að fyrirbyggja að sýkingar nái að myndast
- Getur létt á þrýstings höfuðverk sem oft fylkir kvefi
GSE eyrnadropar
- Bakteríueyðandi fromúla sem hjálpar til að draga úr verkjum
- Henta mjög vel til staðbundinnar meðferðar á eyrnasýkingu og verk
- Hjálpa til að vinna á sundmannseyra og offramleiðslu á eyrnamerg.
GSE vörurnar eru bæði öruggar og virkar og eru eitthvað sem raunverulega getur hjálpað þér og þínum að bæta heilsuna. Hentar frá 5 ára aldri og fara skal eftir leiðbeiningum um skammtastærðir á umbúðum.
Fæst í apótekum og heilsubúðum t.d í Lyfju og Heilsuhúsinu