Liposomal bætiefni – fáðu meira fyrir peninginn

Liposomal tæknin er notuð til að gera næringarefni í bætiefnum auðnýtanlegri.

Það sem gerist í þessu ferli er að næringarefninu er blandað við fosfólípíð (fitu) sem myndar eins konar fituhjúp utan um næringarefnið. Allar frumur líkamans hafa fosfólipíð í frumuhimnunni. Þegar næringarefnið er komið í sömu „pakkningar“ og fruman verður upptakan betri. Þegar liposomal næringarefnið hittir frumu má segja að það sameinist henni, smýgur mjög auðveldlega inn.

Liposomal tæknin ver næringarefnin líka fyrir ensímum, magasýrum og öðru í meltingarkerfinu sem getur haft áhrif á upptöku. Liposomal næringarefnið kemst hjá því að fara í gegn um allt meltingarkerfið og lifrina og kemst beint út í blóðrásina. Upptakan verður miklu skilvirkari og beinni og því henta liposomal bætiefni sérstaklega vel fyrir fólk sem á af einhverjum ástæðum erfitt með að nýta næringarefni. T.d. eldra fólk eða fólk með veika meltingu.

Tökum sem dæmi C vítamín sem er vatnsleysanlegt vítamín sem skolast yfirleitt mjög hratt út úr líkamanum. Með því að breyta því í liposomal C vítamín nýtist það miklu betur og yfir lengri tíma. Þú þarft því minna og nýtir næringuna betur.

Liposomal er almennt talin það form bætiefna sem nýtist hvað best.

Liposomal bætiefni frá Ekolife fást hjá Heilsuhúsinu.