Avena sativa og Tart Cherry

Flestir ef ekki allir Íslendingar þekkja hafra í formi grautsins góða og hafa sennilega einhvern tímann á ævinni borðað hann.

Minna þekktir eru líklega grænir hafrar eða Avena sativa. Það eru nákvæmlega sömu hafrarnir en þeir eru tíndir til vinnslu áður en kornið hefur náð fullum þroska. Á þessu ákveðna þroskastigi innihalda hafrar nefnilega efni sem eru taldir hafa gríðarlega góð áhrif á taugakerfið. Um aldir hafa þessir óþroskuðu hafrar verið notaðir við svefnleysi, streitu, kvíða og almennri taugaþreytu. Fór fólk þá gjarnan í hafraböð og reyndust þeir þá einnig hafa góð áhrif á ýmis húðvandamál s.s. exem og brunasár. Te gert úr höfrum var ráðlagt við liðverkjum og gegn bjúgi. Mælt er með tinktúru úr grænum höfrum til að komast yfir fráhvarfseinkenni tóbaks.1

Í hafrakornum er að finna svokallaða alkalóíða og sapónína, efni sem talin eru gefa höfrum þessa virkni. Til þess fyrrnefnda heyra m.a. gramín og avenín en þess síðastnefnda avenakósíðar A og B.2 Kornin sjálf eru rík af járni, mangan og sínki en stráin innihalda töluvert af kísil.  Fyrst og fremst eru grænir hafrar þó notaðir við svefnleysi og streitu.

Tart Cherry eða súr montmorency kirsuber eru bæði þekkt fyrir að bæta svefn sem og að hraða endurheimt eftir æfingar. Hið fyrra má sennilega helst rekja til þess að þessi tegund af kirsuberjum inniheldur töluvert magn melatóníns 5. Melatónín er hormón sem líkaminn framleiðir og hefur mikilvæg áhrif á svefns/vöku hringinn. Það hefur róandi áhrif, á að vera í hámarki á kvöldin og hjálpa okkur að sofna. Hið seinna má væntanlega rekja til mikils magns andoxunarefna sem berin innihalda 6.

Þessi blanda frá Terra Nova er því sérstaklega sett saman til að  bæta svefninn en gæti líka reynst vel við ýmiss konar streitu.

Heimildir:

  1. Weiss RF. Herbal Medicine. Gothenburg, Sweden: Ab Arcanum, 1988, 2878.
  2. Mills SY. Out of the Earth: The Essential Book of Herbal Medicine. Middlesex, UK: Viking Arcana, 1991, 5102.
  3. Wichtl M. Herbal Drugs and Phytopharmaceuticals. Boca Raton, FL: CRC Press, 1994, 968.
  4. Wichtl M. Herbal Drugs and Phytopharmaceuticals. Boca Raton, FL: CRC Press, 1994, 968.
  5. Burkhardt S. et al., Detection and quantification of the antioxidant melatonin in montmorency and balaton tart cherries (prunus cerasus). Journal of agricultural and food chemistry, 2001, 49:10, 4898-4902.
  6. Bell P. et al., Montmorency cherries reduce the oxidative stress and inflammatory responses to repeated days high-intensity stochastic cycling. Nutrients, 2014, 6:2, 829-843.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.