Psyllium trefjar

Með nútíma vinnsluaðferðum í matvælaframleiðslu er megnið af trefjum fæðunnar fjarlægt og við sitjum uppi með trefjasnauða fæðu, svo sem hvít grjón og hvítt hveiti og þar af leiðandi hvít og trefjasnauð brauð og pasta, til að nefna nokkrar algengar vörutegundir. Þegar trefjarnar skortir, vantar burðarefnin sem koma fæðunni í gegnum meltingarveginn, sem getur valdið því að hún er allt of lengi á leiðinni og jafnvel getur þetta leitt til hægðartregðu. Þá er komið í óefni.

Trefjar eru unnar víða úr jurtaríkinu svo sem hveitiklíð, hafratrefjar, baunatrefjar, ávaxtatrefjar, psyllium trefjar og fleiri og fleiri. Þessar trefjar eru mjög mismunandi, en Psyllium trefjar hafa sérstaka kosti. Þær hafa m.a. þann eiginleika að drekka í sig meiri vökva en flestar aðrar trefjar og margfaldast að ummáli. Því er nauðsynlegt að drekka vel þegar psyllium trefjar eru teknar inn, hvort sem þær eru teknar í hylkjum eða dufti, a.m.k. stórt vatnsglas. Annar kostur þeirra er þær innihalda 10-30% jurtaslím. Hægðalosandi eiginleikar þeirra helgast einmitt af því að þær breytast í slímkenndan massa sem heldur hægðunum mjúkum og hraðar þeim gegnum meltingarfærin.

Vegna sinna vökvadrægu eiginleika er psyllium trefjum bætt í t.d. í glútenfrían bakstur, sem getur verið nokkuð þurr og harður, en með psyllium verða glútenfríar kökur og brauð jafn mjúk eins og venjulegur bakstur.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.