Udo´s Choice 3•6•9 olíublandan

Udo´s Choice 3″6″9 olíublandan inniheldur hörfræolíu, sólblómaolíu, sesamolíu, kókoshnetuolíu, kvöldvorrósarolíu, soja lesitín, hrísgrjónaklíð og fræolíu, rúgklíð og fræolíu, sem og tocotrienols. Hún er kaldpressuð, lífrænt vottuð og hentar fyrir grænmetisætur þar sem öll innihaldsefnin eru úr jurtaríkinu.

Sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi fitusýra fyrir líkamann og hvaða fitusýrur það eru sem nauðsyn er að bæta við daglega neyslu. Udo Erasmus sem er faðir Udo’s olíunnar útbjó olíublönduna út frá mataræði nútímamannsins og því ójafnvægi sem skapast hefur milli omega 3 inntöku og omega 6 inntöku. Hún inniheldur því 2:1:1 hlutfall af omega 3: omega 6: omega 9.