Styrkjum ónæmiskerfið og varnir líkamans á náttúrulegan hátt

Með nokkrum einföldum og náttúrulegum leiðum er hægt að styrkja ónæmiskerfið og varnir líkamans.

Sólhattur er talinn vernda gegn veirusýkingum og draga úr einkennum kvefs og flensu og hefur verið notaður í aldanna rás með góðum árangri. Þeir sem taka inn sólhatt eru oft á tíðum fljótari að ná sér af pestum og fá jafnvel vægari einkenni.

C-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. C-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi húðar, tanna, beina og brjósks. Það eykur upptöku járns og stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa.

Sólhattur og C – vítamín fæst í apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðakaup og Heilsuhillum Nettó. Sólhatturinn fæst ennfremur í netverslun Lyfju (https://netverslun.lyfja.is/), netverslun Heilsuhússins (www.heilsuhusid.is) og netverslun Nettó (www.netto.is)