Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna

Bára Einarsdóttir sölustjóri Heilsu ehf. og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir fjáröflunar-og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins

Á dögunum afhenti Heilsa ehf. Bleiku slaufunni, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins styrk að upphæð kr. 700.000.  Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds.

„Við erum ákaflega stolt af því að fá tækifæri til þess að styðja við það góða starf sem unnið hjá Krabbameinsfélaginu og þakklát þeim viðskiptavinum sem keyptu Gula miðann á meðan söfnunin var í gangi“ segir Bára Einarsdóttir, sölustjóri Heilsu ehf.

Guli miðinn skipti um búning í október eins og síðastliðin ár. Þrjú bætiefni Gula miðans voru bleik og runnu 200 kr. af hverju seldu bleiku glasi til Bleiku slaufunnar. Bleiku vítamínin voru:

Bleika vítamínlína Gula Miðans

🌸 D-3 vítamín.
🌸 Múlti Vít fjölvítamín
🌸 Acidophilus Plús

Í ár (2019) mun söfnunarfé Bleiku slaufunnar verða nýtt til að auka forvarnir, eftirlit og bæta gæði meðferða. Með þessu er möguleiki að fækka þeim sem greinast, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra sem hafa greinst og fjölskyldna þeirra.