Grown – ræktaðu microgreens grænspírur heima á MJÖG einfaldan hátt

Þú þarft ekki einu sinni að hafa græna fingur! Hver sem er getur ræktað ljúffengar og bráðhollar microgreens grænspírur heima á nokkrum dögum með þessu einfalda kerfi.

Grow cup þarftu bara að kaupa einu sinni, með honum fylgja 3 bréf af fræjum. Svo getur þú keypt áfyllingar og notað hann aftur og aftur. Flestir enda samt á að kaupa nokkra til að eiga alltaf spírur við höndina.

Nákvæmar leiðbeiningar fylgja með, þær eru afar einfaldar en lestu þær svo allt fari rétt saman.

Þú hellir 300 ml af vatni í grow cup, kemur plastskálinni fyrir ofan í honum og stingur litla prikinu í gegn. Næst kemur þú púðanum fyrir og hellir ca. 100ml af vatni á hann eða þar til hann er gegnsósa af vatni. Þá stráir þú fræjunum

um jafnt yfir púðann og setur lokið á. Athugaðu undir lokið daglega og taktu það af þegar fræin eru byrjuð að spíra. Þá tekur þú lokið af (og geymir það) og leyfir spírunum að standa í glugga eða undir lampa þangað til þær eru tilbúnar til notkunar. Þetta getur tekið frá 5-12 dögum eftir  tegund.  Gott er að spreyja hreinu vatni yfir spírurnar daglega á meðan þær vaxa. Þú getur svo keypt áfyllingar, bæði 5 saman í pakka eða stök bréf.

Spírurnar eru einstaklega ljúffengar en ekki síður hollar! Þær eru fullar af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Þær eru frábær viðbót í salatið, á samlokur, út í súpur, pestó eða sem fallegt skraut á hvaða máltíð sem er. Þær hafa allar ólíkt bragð en eiga það sameiginlegt að bera öflugan karsakeim, þetta örlítið sterka bragð sem karsinn er þekktur fyrir.

Fæst hjá Heilsuhúsinu