SOLARAY

Solaray var stofnað árið 1973 og er í dag einn virtasti bætiefnaframleiðandi í Bandaríkjunum. Merkið stendur fyrir gæði og heiðarleika. Allar vörur fara í gegn um strangar gæðaprófanir og innihalda bara það sem stendur á miðanum. Línan er mjög breið og skiptist niður í nokkra flokka sem má þekkja á lit loksins. Solaray vítamínin eru vottuð samkvæmt GMP gæðavottunarkerfinu.

  • Hvíta lokið | Öll almenn bætiefni. Vítamín, steinefni og ýmsar bætiefnablöndur.
  • Bláa lokið | Fyrsta línan sem Solaray framleiddi. Jurtablöndur ásamt hómópatasöltum.
  • Fjólubláa lokið | Jurta extrakt. Virku efnin úr jurtinni einangruð að ákveðnum styrkleika úr plöntuhlutanum.
  • Græna lokið | Jurtabætiefni úr heilum jurtum. T.d. unnið úr rót, stöngli og blómum.
  • Svarta lokið | Ayurvedískar jurtir. Úr indversku lækningahefðinni.
  • Gula lokið | Lífrænt ræktaðar jurtir án aukaefna.

Kynntu þér Solaray hér

Solaray fæst í verslunum og netverslun apóteka og heilsuvöruverslana.

TERRANOVA

TERRANOVA er einstök lína bætiefna sem á sér enga hliðstæðu. Innan línunnar má finna nauðsynleg vítamín, steinefni, fitusýrur og sérhæfðar blöndur með ákveðna virkni í huga. Hver blanda inniheldur jurta- og næringarpakka „Magnifood“, sem hámarkar virkni innihaldsefna bætiefnablöndunnar í hverjum mannslíkama, burtséð frá aldri, ástandi og heilsu. Þetta tryggir hámarks nýtingu fyrir hvern einstakling.

Bætiefnin koma í jurtahylkjum eða dufti en Omega-olían er í fljótandi formi. Þetta er gert til að ekki þurfi að nota aukaefni í blöndurnar eins og fylli- eða bindiefni. Öll eiga það sameiginlegt að það þarf ávallt mjög litla skammta til að fá fram fulla virkni. Ástæða þess er einföld, öll bætiefnin eru hönnuð þannig að þau virka, jafnvel í litlum skömmtum.

  • Hrein, aukaefnalaus bætiefni.
  • Auðnýtanleg og hafa hámarks virkni
  • Innihalda „Magnifood“
  • Innihalda lífrænar og frostþurrkaðar jurtir •
  • Hönnuð út frá margra ára rannsóknum og þróunarvinnu
  • Án ALLRA aukaefna og dýraafurða (vegan)

– Kynntu þér Terrranova nánar hér

Vítamínin fást í verslunum og netverslun Lyfju og Heilsuhússins.

GULI MIÐINN

Guli Miðinn er breið lína vítamína og bætiefna sem hafa verið pökkuð og seld á Íslandi í yfir 25 ár. Vörulínan býður upp á mikið úrval vítamína, steinefna og annarra bætiefna sem eru þróuð og valin sérstaklega með þarfir Íslendinga í huga. Vörurnar eru framleiddar samkvæmt Evrópskum stöðlum um magn innihaldsefna og hámark leyfilegra dagskammta.

Framleiðandi Gula Miðans hefur mikla reynslu í þróun og framleiðslu bætiefna og eru vörurnar vottaðar samkvæmt GMP gæðavottunarkerfinu. Það þýðir að blöndur Gula Miðans eru prófaðar af óháðum aðila og veitir því mikið öryggi fyrir neytandann hvað varðar gæði, hreinleika og áreiðanleika. Vörur Gula Miðans eru fjölbreyttar og geta fullorðnir sem og börn fundið vörur við sitt hæfi sem styðja við heilbrigðan lífsstíl.

Á vefsíðunni www.gulimidinn.is getur þú lesið meira um hvaða vítamín gæti hentað fyrir þig.

Guli miðinn fæst í apótekum, heilsuvöruverslunum og matvöruverslunum um land allt.

OPTIBAC

Góðgerlar fyrir bætta þarmaflóru. OptiBac góðgerlar stuðla að heilbrigðu jafnvægi baktería í þörmunum. Optibac eru sérfræðingar í góðgerlum og sérhæfir fyrirtækið sig eingöngu í þeim. Góðgerlarnir eru á meðal þeirra mest rannsökuðu í heiminum og að baki hverrar vöru liggja fjölmargar klínískar rannsóknir á sérvöldum vinveittum bakteríum sem eru sérhæfðar til að vinna gegn ákveðnum vandamálum. Sérstaða fyrirtækisins liggur fyrst og fremst í ítarlegum klínískum rannsóknum ásamt þróun sérhæfðra vara sem beinast að ákveðnum vandamálum.

Hér er því ekki um eina vöru að ræða sem á að gera allt fyrir alla heldur er sérhæfingin og sérstök samsetning hverrar vöru lykillinn að árangri Optibac ásamt því að allar vörurnar hafa sannaða virkni. Auk þess innihalda allar vörurnar lifandi góðgerla sem sannað hefur verið að þola magasýrur og sölt og komast því lifandi niður í smáþarmana þar sem einstök virkni þeirra hefst. Optibac þarf ekki að geyma í kæli.

Kynntu þér Optibac nánar hér Optibac góðgerlarnir fást í verslunum og netverslun apóteka, heilsuvöruverslana og matvöruverslana um land allt.

HIGHER NATURE

Góð næring er lykilatriði í heilsu. Öll innihaldsefnin Higher Nature eru mikið rannsökuð. Þegar þú velur Higher Nature getur þú verið viss um að þú kaupir fæðubótarefni í hæsta gæðaflokki.

  • Hannað af næringarfræðingum sem styðjast við nýjustu rannsóknir.
  • Náttúrulega hráefni. Án gervi litarefna, rotvarnarefna og sætuefna (nota stevíu þar sem mögulegt er).
  • Yfir 85% af vítamínunum henta grænmetisætum og 75% fyrir vegan. Reynt er að hafa öll innihaldsefni grænmetis eða vegan þar sem mögulegt er.
  • Engin erfðabreytt innihaldsefni (GMO free).
  • Vítamínin eru vottuð samkvæmt GMP gæðavottunarkerfinu.

Higher Nature vítamínin fást í verslun og netverslun Lyfju og Heilsuhússins.

NUUN

Nuun freyðitöflurnar, viðhalda rakajafnvægi í líkamanum, húðinni rakafyllri og vöðvunum virkum. Söltin í Nuun hjálpa til að koma í veg fyrir fótakrampa, efla vöðvavirkni og kemur jafnvægi á milli orku inntöku og brennslu.

Hreint innihald, enginn rotvarnarefni, glúteinlaust og vegan. Án mjólkurafurða og soja. Nuun innihalda steinefni og sölt (electrolyte) sem tapast þegar við svitnum. Mikilvæg fyrir vökvajafnvægi í líkamanum, starfssemi tauga og vöðva og starfssemi hjarta og heila.

Kynntu þér Nuun nánar hér Nuun fæst í apótekum, heilsuvöruverslunum og matvöruverslunum um land allt.

MOMMYS BLISS

Mommy’s BLISS eru náttúrulegar vörur ætlaðar börnum allt frá tveggja vikna aldri og fram að unglingsárunum. Merkið er leiðandi á markaðnum og söluhæst víða um heim. Merkið stofanaði Rosehan Kaderali, barnahjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, doula og móðir og amma. Mommy’s BLISS er metnaðarfullt fjölskyldufyrirtæki sem hefur það að markmiði að auðvelda líf barna og foreldra með náttúrulegum, skaðlausum og áhrifaríkum hætti.

Mommy’s BLISS eru 100% náttúrulegar vörur, vegan og lausar við óæskileg innihaldsefni.

Það er ekki að ástæðulausu að læknar og ljósmæður mæla með Mommy‘s BLISS, en vörurnar eru áhrifaríkt svar við hversdagslegum áskorunum sem allar fjölskyldur upplifa á einhverjum tímapunkti og þá er mikilvægt að lausnin sé einföld, skaðlaus og áhrifarík.

Nuun fæst í netverslunum og verslunum apóteka og heilsuvöurverslana um land allt.

PRIMA SJÁLFSPRÓF

Prima sjálfsprófin eru próf sem auðvelt er að framkvæma heima við. Viltu kanna stöðuna á D- vítamíni, járni eða glútenóþoli? Hjá okkur færðu einnig sjálfspróf til að mæla þvagfærasýkingu, breytingaskeið og streptókokka. Prófin eru með ISO9011 og ISO13485 vottun og eru CE merkt. Heimaprófin sem eru í boði:

  • D-vítamín
  • Járn
  • Þvagfærasýking
  • Breytingaskeið
  • Glútenpróf
  • Eiturlyfjapróf

Kynntu þér prófin hér og horfðu á myndbönd um þau Prima sjálfsprófin fást í netverslunum og verslunum apóteka, heilsuvöruverslana og matvöruverslana um land allt.

A. VOGEL

A.Vogel er rótgróið fyrirtæki sem hefur framleitt bætiefni úr jurtum sem og náttúruleg krydd, fræ og fleira um áratuga skeið. Hugmyndafræði Alfred Vogel, sem stofnaði fyrirtækið, var sú að við ættum að virða og lifa í takt við náttúruna.

Fyrirtækið hefur ætíð starfað í takt við þessa hugmyndafræði og leggur áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd, hágæða hráefni og góða viðskiptahætti.

A. Vogel fæst í verslunum og netverslun apóteka, heilsuvöruverslana og matvöruverslana um land allt.

NUTRIBIOTICS | GSE

Nutribiotic hafa framleitt hágæða bætiefni í meira en 35 ár. Frægasta varan er líklega GSE droparnir sem margir grípa til þegar pestir herja á. GSE eða grapefruit seed extract er unnið úr fræjum og aldinkjöti greipaldins. Það er oft kallað sýklalyf náttúrunnar enda hefur það breiðvirka sýklahamlandi virkni án aukaverkana.

Vörurnar eru GMP vottaðar og standast ströngustu gæðakröfur og þær eru vegan og án glútens.

GSE vörurnar fást í verslunum og netverslun apóteka, heilsuvöruverslana og matvöruverslana um land allt.

ANIMAL PARADE | NATURES PLUS

Animal parade er gómsæt bætiefnalína fyrir krakka. Tuggutöflur með frískandi ávaxtabragði sem allir krakkar elska. Fjölvítamínið er líka til í vökva og sem hlaup. Gott úrval fyrir mismunandi þarfir.

Hágæða hráefni, auðnýtanleg form bætiefna og engin skaðleg aukaefni.

Animal Parade vítamíninr fást í verslunum og netverslun apóteka, heilsuvöruverslana og matvöruverslana um land allt.

ÖNNUR BÆTIEFNI

Heilsa er ennfremur umboðsaðili fyrir eftirfarandi gæða vörumerki:

Hansal

KAL

GSE

Floradix

Mims

Valens

Pulsin